SÁM 94/3858 EF

,

Hvenær hættiði svo búskap? sv. Well, þegar maðurinn minn dó. Hann dó, varð bráðkvaddur, var að koma frá Winnipeg, var að kaupa caterpillar; og þegar hann kom heim, þá gat ég lítið talað við hann en ég fór með honum oní kjallara, við höfðum kjallara, steyptan kjallara undir húsinu og við höfðum gamalt sideborð og við höfðum lots af tólum sem hann hafði í skúffunum þar. Svo að hann segir: „Ég er voðalega þreyttur og .... en mig vantar að dreina traktorinn því ég held að ætli að verða frost í nótt“. Svo ég segi: „Æ, komdu og borðaðu, því að maturinn er alveg til, ég hef hann heitan inni í híternum á stónni, fyrir þig“, við vorum búin öll að borða en hann kom svo seint og hann segir: „Æi, nei, ég held ég fari út og dreini traktorinn og vera búinn með það“ segir hann og segir við Jóhann, var inni, sat í stól inni í dæningrúminu: „Komdu Jón minn og helpaðu mér“. Hann fór út með honum og hjálpaði honum og hann var búinn að reyna eitthvað tvisvar sinnum að færa honum rensið og segir: „Kannski að þú getir gert það“ og þá datt hann niður. Og hann var dáinn. sp. Hvað var hann gamall? sv. Hann var fimmtíu og átta. sp. Hafði hann ekkert fundið fyrir þessu áður? sv. Jú, hann var búinn að vera í rúminu fyrir mánuð en hann var orðinn býsna sperrtur og var sperrtur maður, afar unglegur og hérna fljótur á fæti... sýna þér mynd af honum. Haraldur Helgason og... móðir mín og móðir hans voru systur svo við erum systkinabörn. Stolnar stundir (?). sp. Hann hefur alltaf verið á Íslandi? sv. Já, hann dó á Íslandi og þetta er systir hans og það eru æskuminningar og mikið skelfing þykir mér þetta næs bók. Hún er frá Ásbjarnarstöðum. (Sigríður) Hún var á elliheimilinu í Hafnarfirði og það er ekki langt síðan hún dó. Ég hugsa að það séu eins og kannski tvö ár því það var kona hér sem fór til Íslands og ég sendi með henni litla gjöf.


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 94/3858 EF
GS 82/8
Ekki skráð
Æviminningar
Æviatriði
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Guðríður Johnson
Gísli Sigurðsson
Ekki skráð
05.06.1982
Hljóðrit Gísla Sigurðssonar
Engar athugasemdir

Rósa Þorsteinsdóttir uppfærði 22.03.2019