SÁM 94/3875 EF

,

Hvernig var með föt og þess háttar? Saumuðuð þið mikið af fötum heima? sv. Það var saumað dálítið en svo seinni árin var það keypt tilbúið.... Fyrstu árin var það saumað. sp. Hvað var það helst sem þið voruð að sauma? sv. Ó, það voru fötin sem að maður þurfti með. Kjólar og ........ og milliskyrtur og þvíumlíkt, það var saumað hérna. Mamma prjónaði nærfötin fyrir pabba. Og skór eða .... íslensk skór úr hérna gripaskinni. sp. Lærði fólkið eitthvað að verka skinnið eins og indjánarnir gerðu? sv. Nei, það var bara brúkað eins og það kom fyrir. Í þessa íslensku skó. sp. Það var ekkert reynt að mýja það neitt eða? sv. Nei, en maður valdi heldur skinn, það var heldur valið skinn af yngri skepnum. Þeir voru nú nógu blautir til þess að vera mjúkir. sp. En þeir hafa harnað á milli? sv. Harnað á milli en þá var bara að bleyta þá upp. Þá var ekkert, þeir voru bara velktir sjáðu....... það var allt, allir sokkar og amma prjónaði mikið. Amma var nítíu og sex ára þega hún dó og árið áður prjónaði hún reglulega fallega sokka. Og það var, hún prjónaði í rúminu, bara í myrkrinu. Eftir að hún var komin í rúmið þá sat hún og prjónaði í rúminu. Hún gerði töluverða ullarvinnu, mamma líka, seinni árin. sp. Fékkst þú mikið við það líka? sv. Nei. sp. Hvernig var með spariföt og þess háttar, voru þau gerð? sv. Þau.......... maður hafði eitthvað eitt sem maður brúkaði lengi. Svo það var svoldið annað. Það var ekki alltaf verið að kaupa föt þá ........ kom til okkar þá kom nú Lilla, móðir hennar, hún var saumakona, og hún var alltaf hjá okkur mánuð á sumrin og saumaði fyrir okkur öll. Hún þótti hvíld í að vera svoleiðis og vinna bara eins og hún vildi. sp. Hvaða efni hafði hún þá í fötin? sv. Hún keypti nú, sumt var bara gert, því var snúið við, gamalt. sp. Og saumað upp úr því aftur? sv. Já, tekið úr það sem var slitið. Það var mikið gert af því. Af öllum...... tóku gömul föt..... úr þeim í ný föt á krakka og þegar var nóg efni eftir í sem var ... þau voru falleg. Ef til vill væri það betra ef það væri gert nú heldur en a alltaf að kaupa og svo alveg.....


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 94/3875 EF
GS 82/14
Ekki skráð
Lýsingar
Fatnaður
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Þórunn Traustadóttir Vigfússon
Gísli Sigurðsson
Ekki skráð
24.06.1982
Hljóðrit Gísla Sigurðssonar
Engar athugasemdir

Rósa Þorsteinsdóttir uppfærði 30.04.2019