SÁM 94/3859 EF

,

. Hvert fluttir þú svo þegar þú giftir þig? sv. Þegara við giftum okkur, þá áttum við til lóð og hann var smiður, maðurinn minn, og hann var búinn að byggja heimilið áður helduren við giftum okkur. Og þar lifðum við og þar dó hann, í okkar heimili – þetta er heimilið, hérna, ekki miðbænum. sp. Geturðu sagt mér frá húsinu svoldið, hvernig það var? sv. Það var eins og, það var dáltið stórt hús, það voru þrjú herbergin, það semða kallaði nú stofuna, parlorinn, dæning rúmið, tvö bedrúms og svo var bætt við þegara eldhúsið eða það, sá parturinn var, eldhúsið og þar var bedrúm, það voru þrjú bedrum eða, og svo stofa og, borðstofan og eldhúsið. Hann var góður smiður, hann smíðaði allt saman sjálfur. sp. Var eldhúsinu bætt við seinna? sv. Já, það var obbolítið bætt við seinna. sp. Hvernig var eldhúsið sem þú hafðir þarna? sv. Ó, það var gott, nokkuð stórt eldhús því að þetta var nú stór fjölskylda, var nokkuð stór fjölskylda. Ég hafði stundum sex krakka sem komu heim af skóla að borða, middegismatinn, það er að segja, eftira mínir voru orðnir dálítið stálpaðir. Það voru frændfólk þeirra sema var útá landi, hér tvær mílur suðurá landi sema kom og borðaði oftast nær hjá mér, middegismatinn, svo það var orðið nokkuð margt í eldhúsinu, svona um hádegið. sp. Þetta hefur verið fullt starf alveg, þarna heima? sv. Já, ég held að það hafi verið heimili sema var alltaf fullt.


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 94/3859 EF
GS 82/9
Ekki skráð
Lýsingar
Húsakynni
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Rúna Árnason
Gísli Sigurðsson
Ekki skráð
05.06.1982
Hljóðrit Gísla Sigurðssonar
Engar athugasemdir

Rósa Þorsteinsdóttir uppfærði 22.03.2019