SÁM 94/3845 EF

,

og ég fór nú að tala við hitt og annað yfir strákunum, sjáðu, svo vorum við á rútunni og þá koma þeir inn og við „Æi, ég skulda þér fyrir fargjaldi“ segja þeir og hlaupa aftur í rútuna. Þeir borga aldrei og, og annað var sjáðu, við vorum í, í, við tókum rútuna á hvurjum degi, við vorum í ............, já og gengum oftast nær, það var nú kannski ekki annan hvurn veginn... þar sema rútan stansaði og við sögðum við hefðum gengið hinn veginn og við vorum ekki einu sinni komnir og hann sá okkur, hérna, bílstjórinn, og hann stansaði bara sjáðu, blessaður, þetta er ekki, þeir keyra á þig hér, áður en þeir stansa, þeir stansa þegar þeir fara oní borgina, piltar..... jájá. Það gengur svona. Mér þótti ósköp gaman að þessu. - Þeir voru held ég farnir að læra svoldið núna, hérna, farnir að vinna eitthvað en ég ...... reyna að tala við strákana hitt og annað en neinei þeir komust aldrei í þessu..... tilsað vinna sjáðu. Ég var ellefu ára gamall þegara ég fór útá vatn og var þar allan daginn. Það var ekkert annað að hugsa um. Ef þú ætlar ekki að vera, vera, það voru engir peningar tilsað mennta fólkið. Það var bara, fólk að fara út og vinna, bara, það voru engir peningar. sp. (Þetta er nú ennþá töluvert...(?)) sv. Ég er ekki að segja að þetta sé allt saman rétt. Þegar ekki, peningarnir eru ekki, þá verður einhvur að fara að basla við þessu, er það ekki? Jú, það verður einhvur að fara að basla og hjálpa, finnst mér. sp. (Talar eitthvað um eigin vinnu í æsku – nefnir Eyrarvinnu). Þetta tíðkast ekki hér! sv. Ég hafði alveg ósköp gaman að því að fara þarna niðrá bryggju. Við vorum að tala og við lentum í að tala við, við einn semað, semað hafði fallið út þegar þeir voru að taka fiskinn úr, úr bátinum, og koma honum yfir og í, í bílinn sjáðu og þá hafði hann veigtið og, og og þá opnaðist, hvað sem það er, kassinn eða hvað sem er. Ja, einn daginn ..... kom niður þá var hann fullur ..... ég man ekki hvað hann kallaði það. Hann sagði okkur allt um......... Og hvurnig líður ykkur piltar, segir hann, hafiði nokkuð að drekka? segir hann. Þeir! Höfðu ekkert ....... Svo kom snúran eða ekki snúran, kassinn með fiskinum og hann togaði í reipið og það, blesssaður, fór allt á bryggjuna og ekki neins staðar nálægt bílnum. Ég sagði við hann, ég segi, Guð minn almáttugur, því gerir þú þetta, þú verður rekinn, drengur. Na, sagði hann, það eru allir blindfullir á bátinum líka, segir hann. Það er nú oft gaman að tala svona.


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 94/3845 EF
GS 82/3
Ekki skráð
Æviminningar
Barnastörf og áfengi
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ted Kristjánsson
Gísli Sigurðsson
Ekki skráð
03.06.1982
Hljóðrit Gísla Sigurðssonar
Engar athugasemdir

Rósa Þorsteinsdóttir uppfærði 4.03.2019