SÁM 89/1960 EF

,

Draumar fyrir stórviðburðum. Áður en Rússar réðust inn í Tekkóslóvakíu dreymdi heimildarmann að sólin væri á niðurleið. Hún var skær og falleg, jörðin var svört undir sólinni. Heimildarmann dreymdi fyrir því að Kennedy yrði myrtur. Henni fannst hún vera Kennedy í nýbyggðu herbergi. Hann sat í djúpum stól og henni fannst að hann ætlaði að ferðast eitthvað. Hjá henni voru pokar sem í voru tígrisdýr, annað var stærra en hitt, henni var sagt að öðru þessu dýri yrði sleppt út. Seinna dreymdi hana að það væri komið til hennar og sagt að það ætti að skjóta þrjá fugla. Farið var með hana niður í jarðhús. Einn fugl kom inn og var búið að skjóta tveimur skotum í hann. Síðan kom annar fugl inn með fallegar fjaðrir. Þriðji fuglinn kom ekki en síðan kom fjórði fuglinn. Stuttu seinna var Kennedy myrtur. Eitt sinn dreymdi hana að hún sæi svört skip sem ræningjar voru á. Hún var á ferðalagi og fór inn í kofa sem að var með mörgum eldhúsum og var sagt að þetta væri mannshjartað. Þar hitti hún konu og stelpu og fannst henni hún hafa farið í gegnum helvíti. Stelpa kom þarna inn með fulla körfu af perlum og vildi hún gefa henni perlur. En konan vildi þær ekki og sagði konan þetta hafa verið útsendara hins vonda.


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 89/1960 EF
E 68/115
Ekki skráð
Sagnir og reynslusagnir
Draumar, fyrirboðar og hernám
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Þórunn Ingvarsdóttir
Hallfreður Örn Eiríksson
Ekki skráð
03.10.1968
Hljóðrit Hallfreðar Arnar Eiríkssonar
Engar athugasemdir

Uppfært 27.02.2017