SÁM 94/3860 EF

,

Þú varst að tala um Winnipeg, manstu þegar þú fórst þangað fyrst? sv. Já, ég man vel eftir því, fyrst þegar ég fór. Ég var á, þrettán ára gömul og það var keyrt á, kallað boss, það var keyrt það var canvas eða lítill, það var tveir hestar, sleði og svo var byggt obbolítið hús yfir sleðann og það var sett strigi, canvas utanum þetta, vegna þess að – og það var pínulítill ofn þar inni. Þetta var nú transportation norðan frá fljóti, norðan frá Árnes og norðan frá fljóti og upp til Selkirk, þá var þetta tvisvar í viku, minnir mig. Þeir komu með, þeir komu með blöð og fólk sema vildi fara. Og fyrsta ferðin sema ég var, þá var ég á þrettánda árinu. Þá fór ég í þessu bossi, canvasbossi, einsog til að mynda núna maður mundi brúka á vatninu. ÞAð er alveg eins þetta sema var, fluttu póstinn frá Selkirk og Winnipeg. Frá Winnipeg til Selkirk var það flutt á trein eins lengi og ég man eftir en það þurfti að fara héðan til – norður að fljóti, norður að Riverton á þessu litla boxi. Það var einu sinni tvisvar held ég, -ég man ekki hvurt það var einu sinni eða tvisvar í viku sema fór. Ég man eftir því að það fór á föstudögum. sp. Hvernig var þetta svo þegara þú komst til Winnipeg? sv. Ég, þegara ég fór fyrst, þá var ég þrettán ára gömul og ég fór á þessu, - ég var ekki alveg þrettán ára, ég var á þrettánda árinu, það var veturinn sema pabbi minn dó og ég átti hálfsystir og hún var gift skoskum manni austur í... Portage sem var þá, Kenora sem er núna. Og hún kom, hún var þá gift kona, búin að eiga tvíbura og missti bæði börnin sín það sumar sema pabbi minn dó og hún kom svo, hún átti eldri stúlku og hún kom með hana um veturinn eftir að pabbi dó og hún vildi endilega hreint fá meg tilsað fara með sér. Hún var svo sorgbitin og í vandræðum eftir að hún missti báða drengina sína, tvíburana, um sumarið – í sumarveikinni og hún kom þarna um veturinn þegara pabbi minn dó og það er fyrsta ferðin sema ég fór, vara fara með henni á þessu bossi frá – þær stönsuðu hér, við bjuggum alveg við brautina, aðalbrautina, Mýrum, og það stansaði fyrir, ef það var einhvurjir sema voru að bíða eftir að fara til Selkirk hjá einhverjum brytakall? eða kelingu og þar var hafður matur einsog miðdegismatur, því að það, við fórum, ég held að klukkan sex eða sjö frá Gimli og við vorum ekki komin inn til Selkirk fyrr en um, líklega klukkan fimm eða sex um kvöldið, fimm, minnsta kosti fimm. Þetta er svo löng keyrsla. Það var bara, og bossinn sema, þetta var bara canvas sema einsog þeir hafa haft útá vatninu núna, fiskimennirnir. Bara canvascovered svona og þetta, það var ofn í þessu, þarna inni, það var stundum ætlaði maður að brenna við ofninn, nebblega efa maður, efþa er svo opnuð hurðin þá ætlaði maður að frjósa af kuldanum. Þetta var nú fyrsta ferðalagið mitt þegar ég fór með Stefaníu systir minni. Og þá fór ég alveg austur til Kenora með henni og mamma vildi nú ekki láta mig fara. Hún sá svo voðalega eftir, hún, Stefanía var svo voðalega sorgbitin að missa litlu börnin sín tvö og langaði svo voðalega mikið að ég færi með henni til baka og ég, það varð úr. En ég átti svo að fara á skóla og lofaði mömmu því að ég fengi að halda áfram í skóla, sjáðu, og ég fór um haustið, þá byrjaði ég á skólanum. Fæ ég ekki kíghósta og þá var nú allir krakkar skipað að vera heima náttulega – voðalega voðalega kíghósta og það var byrjunin og endirinn á skólagöngunni hjá mér. sp. Þú hefur ekkert farið aftur? sv. Nei, ég fór aldrei aftur. Ég var þar austur í tvö ár og ég fór aldrei að læra í skólanum, lærði aldrei neitt. sp. Jæja, haldiði að þetta fari að verða nokkuð gott? sv. Ég held það sé orðið svo mikið af vitleysu að það er ekkert vit í því. ((Dóttirin: Maðurinn hennar, þegar hann fékk berculosis (?), þegar hann fór, þurfti að fara á spítalann fyrir hvað mörg ár og þú varst alein með fimm dali í vasanum)). sp. Ég vil ekkert tala um það. ((Dóttirin: Og með fimm lítil börn)). sp. Þú vilt ekkert segja mér frá því? sv. Nei. ((Dóttirin: Það var nú erfitt)). sp. Jæja, þú ræður því. sp. Það varðar eiginlega engum um það.


Sækja hljóðskrá

SÁM 94/3860 EF
GS 82/9
Ekki skráð
Lýsingar
Ferðalög og veikindi og sjúkdómar
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Rúna Árnason
Gísli Sigurðsson
Ekki skráð
05.06.1982
Hljóðrit Gísla Sigurðssonar
Engar athugasemdir

Rósa Þorsteinsdóttir uppfærði 22.03.2019