SÁM 94/3858 EF

,

Já, heyrðu við erum nú komin langt frá sjálfri þér. sv. Já, við förum of langt útí sakirnar. sp. Tvístraðist barnahópurinn allur hjá þér eða gastu haldið þeim saman? sv. Já, þau hafa öll gifst. Þau giftust öll sömul, drengirnir mínir tveir sem dóu þeir voru báðir giftir, annar þeirra átti þrjú börn og hinn átti sex og þessi dóttir mín, Mrs. Narfason, hún átti fjögur börn og þessi sem er í Edmonton, hún átti þrjú og sonur minn þessi yngsti, hann á þrjú börn. sp. Hvernig gengur þér að halda sambandi við allt þetta fólk? sv. Dóttir mín frá Edmonton hún kom núna. Hún var í tíu daga hjá okkur. sp. Með krakkana? sv. Nei, allt gift. sp. Þau eru þá farin að eiga börn líka? sv. Já, já, Orðin familía. sp. Hefurðu tölu nokkuð á hvað þetta eru orðnir margir afkomendur? sv. Well, já, ég hef tuttugu og tvö grandchildren og tuttugu og fjögur great grandchildren. Svo það er nokkuð. 20 barnabörn og 22 barnabarnabörn (?). sp. Hefur þetta nokkuð komið allt saman? sv. Nei, ekki allt saman. Nei, þær koma sjálf með þessar sem að eru.... þarna eru nú tvær af þeim sem eru.... sp. Eru þetta ekki tvíburar? sv. Nei, nei, þetta er tekið skal ég þér segja þér þegar þær eru báðar á sama aldri og þær eru báðar í sama kjólnum. Hún hafði þetta bar... hún gerði þetta fyrir fun að hafa þær svona. Lofa þeim að sjá þegar að þær... þetta er dóttir mín sem þér að segja að eigi, ... að hafi þennan erfiða tíma, kanserinn. Þessi stúlka hérna, hún er gift og hún er í Ástreilía. Hún er kennari. Reglulega næs maður. Hann hefur komið hingað. Þau eru búin að koma tvisvar frá Ástreilía og verið nokkuð lengi í hvurt skipti. Og þetta hérna er granddóttir mín líka, dóttir Guðnýjar og maðurinn hennar. Þau eru bæði skólakennarar. Hún er skólakennari og hann er skólakennari. Og þetta er Cliffard, sonur Guðnýjar, dóttur minnar. Hann er stór maður. Og hann var á University í fjögur ár og þetta er konan hans og þetta eru stúlkurnar þeirra, hennar og hans. Og þetta er Óli, maður Guðnýjar, dóttur minnar. sp. Hann talar íslensku, Óli? sv. Já, já. Hann lifir úti á farmi. Og þetta er yngsta dóttir þeirra. Hún er, var fjögur ár á University en hún er ekki búin að fá neitt djobb, steady, enn. sp. Hvað lærði hún þá? sv. Það var... hvað var það nú... nú man ég ekki... það var eitthvað sem að... bíddu nú hægur. Alfífa! Are you there? Hvað var það sem hún lærði, hún Laurine? Já, political science.. sp. Það er erfitt líklega að fá starf í því::: sv. Það er það. Og þetta er elsta dóttir mín hér og hennar maður. Þau lifa í Edmonton. Og þetta eru þeirra grandchildren. Hennar familía er öll þar. Þetta er Óli Narfason og Guðný, giftingarmyndin af þeim. sp. Hvenær er hún tekin? sv. Þegar þau giftu sig, það eru þrjátíu og tvö ár held (?) sem hún er gift. Og pabbi minn, hann átti systir á Íslandi, hún var í Reykjavík. Hún hét Ástríður. Og hann hét Kristófer, maðurinn hennar og þau brunnu bæði inni í húsi í Reykjavík, dóttir þeirra var hjá þeim og hún hét Jónína og þau áttu aðrar tvær dætur. Þær fóru til Copenhagen. Önnur þeirra hét Anna og hin hét Guðbjörg. sp. Búa þær ennþá þar? sv. Ja, well, ég hugsa að þær séu dánar núna. Þær eru það miklu eldri en ég, já. sp. Þetta ættfólk þitt hefur ekki komið hingað vestur? sv. Nei, ekki neitt af því, ekki neitt nema afi minn og amma. Þau komu.. sp. En í heimsókn á seinni árum? sv. Nei, neinei, ekki nokkur manneskja. Og það var einn maður sem ég þekkti í móðurættinni og það voru svona mörg systkini. Það var þessi Bjarni og hann var kallaður Bjarni frá Hagakoti. Og ég man eftir því að hann seldi mjólk í bæinn, í Hafnarfjörð, þar sem við lifðum. Og hann skildi alltaf mjólkina eftir hjá okkur og hérna... fólkið sótti það sem að pantaði hana, því hann vildi ekki vera að delivra því, því það tók svo langan tíma. Svo það bara sótti það til okkar, þar sem við lifðum á Suðurgötu 3, í Hafnarfirði. Og hérna, hann var voðalega næs maður og dóttir hans ein, hét Halldóra og ég man að hún var kölluð Dóra og ég hef oft verið að spurja fólk sem hefur farið, því ég vissi að þau áttu heima, einhvers staðar þarna nálægt Hafnarfirði en hún hefur eðlilega gifst og hérna... er ekki kannski þar sem hún var þegar hún... Svo var önnur stúlka sem ég var alltaf hreint með á skóla og við höfðum tvær systurdætur og við pössuðum þær þegar við komum úr skólanum fyrir systur okkar. Og við vorum alltaf saman, alla tíð, skildum ekki, fyrr en við fórum að sofa. sp. Hefurðu ekkert heyrt frá henni eftir að þú fórst? sv. Nei, það er það sem mér þykir leiðinlegt. sp. Hvað hét hún þessi? sv. Hún hét Jóhanna en ég man ekki hvurs son hún var. Nó, ég get ómögulega munað það núna. sp. Það hlyti nú að vera hægt að finna svona fólk? sv. Já, en svo eins og ég segi svo er ekkert víst að hún sé lifandi... Ég sé svo mikið eftir að ég skyldi vera svona mikið óhræsi að skrifa þeim ekki. Af því að hún var svo yndisleg í alla staði. Ég verð nú að fá mér að drekka... ég fæ þessa hæsi... sp. Ætli þetta fari ekki að verða ágætt líka...


Sækja hljóðskrá

SÁM 94/3858 EF
GS 82/8
Ekki skráð
Lýsingar
Æviatriði og ættfræði
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Guðríður Johnson
Gísli Sigurðsson
Ekki skráð
05.06.1982
Hljóðrit Gísla Sigurðssonar
Engar athugasemdir

Rósa Þorsteinsdóttir uppfærði 22.03.2019