SÁM 94/3848 EF

,

Talandi um þennan líkama, hvaða sjúkdóma, urðu menn ekki eitthvað veikir hér? sv. Jú, það var flúin og svo var þetta krabbi og allur skrattinn. sp. Hvernig var td með kvef, geturðu sagt mér frá því? sv. Já, það var lungnabólga, það var nú eitt og – og kíghósti og – sp. Hvernig mundir þú lýsa kvefi td? sv. Ó, það bara, þú segist hafa kvef, vont kvef, maður heyrir nú aldrei um gott kvef, alltaf vont kvef. sp. Þú talar um að þú sért með hita? sv. Já, hita. sp. Hverjar voru helstu lækningar hérna þá? sv. Það var Einar, Einar læknir. Hann var hómópati eða svoleiðis. Gamall, frá Íslandi og hann hafði ýmis meðul, þú veist, og hann var, ég man eftir að hann hérna til mömmu. Þá hafði hann tvö glös, eitt var rauða glasið og hitt var hvíta glasið. Og hann segir – Eva, gefðu þeim tvo dropa úr hvíta glasinu og efa það dugir ekki, gefðu þeim þá tvo dropa úr rauða glasinu. Þetta var nú læknirinn. Og hann vissi ekkert hvað var í glasinu. Ég hugsað hann hafi ekki vitað það sjálfur kannski. En hann var góður læknir, hann var, gerði það sem’ann mögulega gat. Einnig talað um yfirsetukonur.


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 94/3848 EF
GS 82/4
Ekki skráð
Lýsingar
Ljósmæður , lækningar og veikindi og sjúkdómar
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Sigurður Peterson
Gísli Sigurðsson
Ekki skráð
03.06.1982
Hljóðrit Gísla Sigurðssonar
Engar athugasemdir

Rósa Þorsteinsdóttir uppfærði 12.03.2019