SÁM 89/1776 EF

,

Ísárið 1918. Heimildarmaður heyrði ekki getið um að menn hafi dreymt fyrir tíðarfarinu. Hann segir að vorið 1917 hafi verið góð grasspretta og mikil þoka allt sumarið. Um haustið gerði mikla hríð þegar menn voru í göngum og rifnuðu af þeim tjöldin. Þeir urðu allir að koma sér fyrir í gangnakofum. En ekki fannst mikið af dauðu fé á heiðinni. Seint í september var rekið í kaupstað og var þá rekið á ís yfir Miðfjarðará. Hestana varð að skilja eftir því að meðan verið var að slátra gerði mikla hríð. Hlýjur voru öðru hverju og voru hross úti framyfir þorra en þá voru þau tekin inn. Ís kom á þrettándanum og var allt ísilagt í kringum landið. Á góunni létti eitthvað ísnum þannig að skip komst inn á Hvammstanga með vörur. Hvergi nokkursstaðar var heyleysi. Vorið byrjaði snemma.


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 89/1776 EF
BE 68/9
Ekki skráð
Sagnir
Draumar, búskaparhættir og heimilishald, tíðarfar, bátar og skip, góa og hafís
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Stefán Ásmundsson
Hallfreður Örn Eiríksson og Árni Björnsson
Ekki skráð
28.06.1968
Hljóðrit Hallfreðar Arnar Eiríkssonar
Engar athugasemdir

Uppfært 27.02.2017