SÁM 86/875 EF

,

Gamall maður að nafni Snorri bjó í Hælavík. Hann eignaðist eitthvað að börnum og þau ólust þar upp með honum. Eitt af þeim hét Guðmundur og hann fluttist í Kjaransvík með sinni konu. Þau eignuðust eitthvað af börnum. Kona hans hét Sigurfljóð. Hún var aðsóknargjörn þegar hún eignaðist börnin. Hún átti tvo syni Geirmund og Friðrik. Þeir voru báðir heima þegar hún átti von á barni. Hún var orðin veik og ekki var hægt að ná í neina hjálp. Guðmundur varð sjálfur að gegna ljósmóðurstörfum, en henni fannst svo mikið sótt að sér og það gekk seint að fæða barnið. Hún sá að það dimmdi fyrir gluggann þegar hún fékk máttleysiskviður og Guðmund fór að gruna að þetta væri það sem sótti að konu sinni. Þetta blessaðist og hann náði barninu og konan hresstist. Guðmundur þóttist vita þegar frá leið að aðsóknin stafaði af því að fyrir nokkrum árum hafði vinnumaður þeirra drukknað. Eftir það fór að bera á þessari aðsókn og gerði Guðmundur ráð fyrir að þetta væri aðsóknin sem réðst að Sigurfljóðu. Heimildir að sögunni.


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 86/875 EF
E 67/10
Ekki skráð
Sagnir
Reimleikar, afturgöngur og svipir, aðsóknir, draugar, draugatrú og fæðingar
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Þórunn M. Þorbergsdóttir og Friðrik Finnbogason
Hallfreður Örn Eiríksson
Ekki skráð
12.01.1967
Hljóðrit Hallfreðar Arnar Eiríkssonar
Engar athugasemdir

Uppfært 27.02.2017