SÁM 94/3873 EF

,

Hvernig var þetta þegar þú fórst til Winnipeg, var þetta ekki á versta tíma með að fjármagna þetta? sv. Það var bar einn vetur sem ég var á skólanum. Það var nítján þrjátíu og þrjú og fjögur, veturinn. sp. Hafðir þú þá safnað fyrir því eitthvað? sv. Já, ég hafði nóg fyrir. Það voru ekki nema fimm mánuðir. sp. Þið hafið ekki verið gift þá? sv. Nei. sp. Hvernig hittust þið? sv. ((Hún: Við bjuggum í sömu byggð)) sp. Og höfðuð þekkst alltaf? sv. Svona dálítið, ekki mikið. sp. En hvenær takið þið þá saman?s sv. Við giftumst (giftist?) nítján þrjátíu og sex, nóvember. sp. Höfðuð þið þá einhvern stað að búa á? sv. Við vorum búin að byggja hér hús tilsað lifa í og svolítinn fjóskofa og fluttum bara í það. Það er þetta hús. ((Hún: Partur af því, við höfum bætt við það)). Það var óklárað, það átti þó nokkuð eftir að ((Hún:..... var gas)). sp. Hvað voruð þið með með mikið af útihúsum? sv. Bara lítið fjós og fáeina gripi. Við höfðum fimm kýr og tvo hesta. sp. Hvernig var þetta með vélar, hvernig gekk að safna þessu saman? sv. Við höfðum ósköp lítið af vélum. Við höfðum sláttuvél og hrífu tilsað heyja með, gamlan vagn ((Hún: Ósköp lítið af öllu (og hlær))). sp. Var þetta svo ekki fljótt að koma? Hvernig var með stríðið, þú hefur ekki þurft að fara í það? sp. Nei, ég þurfti aldrei að fara í það. Þeir létu þá sem að voru við búskap... þeir voru ekki kallaðir í stríðið. Þá var nú heldur farið að lagast fyrir okkur. Við höfðum svolítið meira af áhöldum og vélum, búin að byggja svoldið meira, fleiri skepnur. sp. Þið hafið gert það á fjórum árum? sv. Já, það bættist svolítið við okkur, já. sp. En hvenær koma svo börnin? sv. Við áttum þrjú börn og Óskar fæddist 37, 1937. ((Hún: Hulda 41 og Alda 45)). sp. Þannig að þetta haf ekki verið mörg smábörn í einu? sv. ((Hún: Nei)). sp. Gast þú þá eitthvað verið við verk hér úti? sv. ((Hún: Ójá, ég var við ýmislegt, það var nú bara sjálfsagt. sp. En þú hefur ekki farið út á akrana? sv. (Hún: Nei)). Það kom fyrir. ((Hún: Ekki var það nú mikið, heyskap svolítið).


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 94/3873 EF
GS 82/13
Ekki skráð
Lýsingar
Æviatriði og búskaparhættir og heimilishald
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Guðni Sigvaldason og Aðalbjörg Sigvaldason
Gísli Sigurðsson
Ekki skráð
20.06.1982
Hljóðrit Gísla Sigurðssonar
Engar athugasemdir

Rósa Þorsteinsdóttir uppfærði 26.04.2019