SÁM 84/26 EF

,

Goðaborg er klettur sem rís upp úr jökli. Sagt er að goðin hafi flúið úr byggð þegar kristni var lögtekin og sest þar að. Þangað fóru menn til að tilbiðja þá. Á seinni tíð komu sagnir um að þar fyndist mikið gull og margir reyndu að leita að því. Einn maður komst þangað en sá engin verðmæti, nema hrúgu af viðarlaufi. Hann hélt vonsvikinn til byggða. Þegar niður í byggð kom þurfti hann að lagfæra skó sína. Þá hafði eitthvað af laufunum farið ofan í skóna og þá var það gull. Gullið var hulið sjónum manna með þessum hætti. Á síðari tímum hafa menn farið í Goðaborg og ekki séð neitt verðmætt þar. Heimildir fyrir sögninni. Álfasaga frá því um 1850. Á Þinganesi bjó Jón Bergsson hreppstjóri. Lítið var um slægjur á því landi svo hann fékk slægjur að láni í Hólafitjum. Um haustið þegar mikið hey var komið í Hólafitjum og útlit var fyrir að hirða það seinni partinn, sendi hann dreng að Þinganesi eftir reipum. Pilturinn fór með lausan hest undir reipin. Svo leið og beið og hann kom ekki aftur. Fólkið undraðist og fór að leita að honum. Miðja leið að Þinganesi fann fólkið reipin á klettum og hestana á beit en piltinn hvergi. Ekkert spurðist til hans í viku. Að viku liðinni fer fjósakonan í Þingnesi að athuga um kýrnar og finnur hún piltinn rænulítinn og getur ekki gert grein fyrir fjarveru sinni. Álfabyggð er talin vera á klettinum þar sem reipið fannst. Traðk mikið fannst þar eftir átök og taldi fólkið að huldufólk hefði haft piltinn á brott með sér. Eftir þetta varð pilturinn utangátta. Hann fluttist seinna austur á land.


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 84/26 EF
EK 64/29
Ekki skráð
Sagnir
Örnefni, huldufólk, fólgið fé og goðahelgi
MI F200, mi f210, ml 8010, mi n500, mi f322, ml 5087* og scotland: f67
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Stefán Jónsson
Thorkild Knudsen og Hallfreður Örn Eiríksson
Ekki skráð
01.09.1964
Hljóðrit Hallfreðar Arnar Eiríkssonar
Engar athugasemdir

Uppfært 27.02.2017