SÁM 89/2078 EF

,

Heimildarmaður vaknaði eitt sinn og var hann þá lasinn. Fóturinn á honum varð máttlaus og hann var svona í heilt ár. Þá opnaðist sár á lærinu og þar fór að grafa. Tveimur árum seinna fór heimildarmaður að bólgna á bakinu og dreymdi hann þá að það væri kviknað í rúminu hans. Nokkru seinna sprakk ígerðin í bakinu og var allt brennt í rúminu. Við rúmið hafði heimildarmaður týru. Heimildarmaður lýsir henni vel. Hann dreymdi að ljós logaði á týrunni og fór hann að blása á ljósið en það slokknaði ekki heldur minnkaði aðeins. Fannst honum hann sofna og var ljósið þá mjög fallegt á týrunni. Honum fannst faðir sinn skamma sig fyrir að hafa ljós. Stúlka kom til þeirra og hún sat hjá heimildarmanni og hann sagði henni drauma sína. Um vorið fékk heimildarmaður mislinga og var langt leiddur en þremur vikum seinna fékk hann mátt í fótinn. Um áramót voru öll sár gróin á fætinum.


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 89/2078 EF
E 69/45
Ekki skráð
Sagnir
Draumar , veikindi og sjúkdómar og ljósfæri
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Bjarni Jónas Guðmundsson
Hallfreður Örn Eiríksson
Ekki skráð
22.05.1969
Hljóðrit Hallfreðar Arnar Eiríkssonar
Engar athugasemdir

Uppfært 27.02.2017