SÁM 94/3857 EF

,

Hvernig var þetta hús sem þið fluttuð inní eftir að þið giftuð ykkur? sv. Við fluttum inn hjá tengdaforeldrum mínum, foreldrum mannsins míns og vorum þar frá því að við giftum okkur og þangað til í einsog - well ég sagði þér eins og kom í júní, þegar við fluttum í hús sem hann lét búa til. sp. Geturðu sagt mér svolítið frá þessu húsi? sv. Það var eitt af þessum háu húsum, líkt og húsið sem er hérna megin við mig. Það er elsta húsið hér í bænum. Það var hátt rishús. Og fyrst byggðum við það alveg. Það var uppi á lofti á þetta, það var dæning room, sem maður kallar og það var parlor og hall... way, en í parlornum sváfum við. Við höfðum það bara fyrir bedroom. Og svo livingrúmið, var býsna gott, góðir gluggar. Við gátum opnað þá hvurn á móti öðrum og vindurinn gat komið inn. Það var really fresh air þarna. En svo seinna þá byggðum við eldhús við það og svefnherbergi útúr eldhúsinu. En svo var uppi á lofti. Það var aldrei gert neitt, upp – þú veist. Við hugsuðum um niðri af því að það var ekkert þægilegt að vera uppi á lofti á meðan börnin voru svona lítil. Svo við héldum að það væri betra að byggja eldhús og að byggja svefnherbergi útúr því. Sem kom sér vel því að tengdaforeldrar mínir voru þar með okkur. sp. Seinna þá? sv. Já, svo Jón, faðir mannsins míns, hann fékk slag og þá urðu þau að koma yfir til okkar. Svo þau lifðu hjá okkur og dóu, hann dó en hún fór í burtu bara fyrir vikutíma til að spinna og kemba fyrir nágrannakonu okkar og fékk lungnabólgu og dó þar. sp. Hvernig var eldhúsið sem þið byggðuð þarna? sv. Það var gott eldhús, það var eins og tólf og fjórtán á stærð og herbergið var, well, það var var lítið, það var eins og átta á breiddina og eins og tíu á lengdina. sp. Hvað hafðir þú í eldhúsinu? sv. Stó, indæl stó, en lélega skápa, bara skáp líkt og kabinettið þetta – smá svoldið hærri og hillur svona í honum. Og maður gat... það var nóg til að geyma. Svo hengdi maður pottana upp á þeim árum og það var öðruvísi fyrirkomulag með allt heldren er núna. sp. Geturðu sagt mér svoldið frá því, hvað hefur helst verið öðruvísi? sv. Well, það var náttúrulega enginn dúkur á gólfinu, barasta gólfið sjálft og maður þurfti að skröbba það, skúra það, og það varð að vera gert býsna oft því að krakkarnir, eldri krakkarnir eltust, þá voru þau að koma inn með eins og þú veist, skít á fótunum og maður hvurnig það er þar sem börn eru. En svo brann þetta hús, þegar að ég gekk með Guðnýju, dóttur mína og þá var ég – maðurinn var að draga saman korn og annað drengur með honum sem hann fékk til að hjálpa sér. Og ég fór ofan til Riverton til að hafa afmæliskaffi með systur minni og svo vissi ég ekki neitt fyrri heldur en um, um kvöldið að hann kemur oneftir – ofan til Riverton – hún libbði það í bænum og hafði þessar sorgarfréttir að segja okkur – að allt hafi brunnið og allt hafi tapast. Ekki nokkur hlutur eftir. sp. Það hafa þó allir bjargast? sv. Það var enginn í húsinu. Börnin voru á skóla, þau voru rétt að koma heim. Það var voða, voða vindur þennan dag, afar mikill og ég hugsa að það hafi hrokkið neista úr stónni og hafi farið niður í kassa sem að var á milli stóarinnar og... það var lítið pláss og ég hafði alltaf þennan kassa þar neðveð (niðurvið) og uppkveikju, spæni, spón sem maður hafði. Og ég hugsa að það hafi verið það sem að hefur farið neista úr stónni af því að það var svona hvasst. Og farið oní þarna og byrjað. Og allt var málað upp, really nice, really fallegt, við vorum búin að gera svona nýjar blæjur fyrir gluggunum... og ég fellti mörg tárin þá. Þegar hann kom og sagði okkur að það hafði brunnið. sp. Hvað var þetta mörgum árum eftir að þið fluttuð inn? sv. Bíddu nú hægur, það hefur verið, ég man nú ekki fyrir víst hvurt að ég get – Stína mín var fædd og það hafa verið anyway tíu tólf ár.


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 94/3857 EF
GS 82/8
Ekki skráð
Lýsingar og æviminningar
Húsakynni og brunar
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Guðríður Johnson
Gísli Sigurðsson
Ekki skráð
05.06.1982
Hljóðrit Gísla Sigurðssonar
Engar athugasemdir

Rósa Þorsteinsdóttir uppfærði 22.03.2019