SÁM 89/1990 EF

,

Landnám í Hegranesi. Hávarður hegri nam Hegranes. Hann byggði á Hegrastöðum. Hávarður gaf Hendli Hendliskot. Hrófar var mágur Hávarðs og hann fékk land í Hrófarsdal. Honum þótti þröngt um búsmala sinn á sumrin þannig að hann fékk selstöðu á Laxárdalsheiði. Þar heitir Hróarssel og selhlíð. Hrófarsgötur er þar sem hann flutti selflutninga sína. Þær voru oft aðalgönguleið. Hrófarshaugur er fyrir ofan bæinn. Afi heimildarmanns var eitt sinn að grafa í hauginn og fann þar leifar af stórri höfuðskel af manni. Hún var mjög fúin. Leiðið var hlaðið betur upp og er þar enn.


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 89/1990 EF
E 68/135
Ekki skráð
Sagnir
Örnefni , fornmenn , haugar , bein , landnám og vegir
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Jón Norðmann Jónasson
Hallfreður Örn Eiríksson
Ekki skráð
10.11.1968
Hljóðrit Hallfreðar Arnar Eiríkssonar
Engar athugasemdir

Uppfært 27.02.2017