SÁM 90/2235 EF

,

Hóll niður við sjó í Mosfellsdalnum sem kallast Reykhóll. Þegar var þörf á presti var kveikt bál á þessum hól sem sást vel yfir á Hrafnseyri. Þá kom presturinn yfir til að jarðsetja eða framkvæma önnur prestsverk. Þessvegna heitir hann Reykhóll. Í hlíðinni skammt fyrir framan Laugarból þar er hellir mikill í fjallinu. Þar áttu útilegumenn og þjófar að hafa hafst við í gamla daga. Aron sem sagt er frá í Sturlungu hafðist þar við um tíma og síðar á Krosseyri, hinum megin við fjallið. Þetta jók á ímyndunarafl barnanna að reyna að klifra upp í þennan helli. Opið sást greinilega en erfitt var að komast í hann


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 90/2235 EF
E 70/20
Ekki skráð
Sagnir
Örnefni, útilegumenn og hellar
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Jón G. Jónsson
Hallfreður Örn Eiríksson
Ekki skráð
13.03.1970
Hljóðrit Hallfreðar Arnar Eiríkssonar
Engar athugasemdir

Uppfært 27.02.2017