SÁM 85/277 EF

,

Heimildarmaður átti einn hund skynsaman sem að hét Hákur. Þegar hann var spurður hvort að hann vildi éta rak hundurinn alltaf upp mikið bofs. Ef eigandinn þóttist ekki taka eftir bofsinu þegar hundurinn bað um mat að fyrra bragði virtist hundurinn velta fyrir sér í hvaða tóntegund væri best að bofsa svo að eftir því væri tekið. Hákur kunni einnig að þakka fyrir sig þegar honum var gefið eitthvað og einnig kunni hann að heilsa. Ef mikið var af fólki þegar hann kom á aðra bæi þá gekk hann á milli og heilsaði fólkinu. Hákur hafði gaman af því að bíta í hælana á hestum og eitt sinn sló hestur hann í hausinn og fékk hann þá krampaflog með nokkrum millibilum á eftir. Því var honum lógað. Eitt sinn er heimildarmaður var staddur á Egilsstöðum til að hringja var þar bankað á dyrnar og sagði kona þar á bæ eins og siður er: Kom inn. Inn kom þá Hákur. Á bænum fékk hann miklar góðgerðir því að fólki fannst gaman að heyra hann bofsa eftir mat og sjá hann þakka fyrir sig á eftir.


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 85/277 EF
E 65/11
Ekki skráð
Æviminningar
Húsdýr
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Sveinn Bjarnason
Hallfreður Örn Eiríksson
Ekki skráð
06.07.1965
Hljóðrit Hallfreðar Arnar Eiríkssonar
Engar athugasemdir

Uppfært 27.02.2017