SÁM 89/1767 EF

,

Guðmundur vinur og Nikulás Helgason (Þjófa-Lási). Guðmundur var nokkuð stór maður. Ef hann var snemma á ferðinni beið hann undir vörðu. Síðan kom hann heim og var þá oftast á mikilli ferð. Lása var alltaf fagnað þegar hann kom. Hann stoppaði stundum lengi við. Hann hafði það til að glettast við menn. Hann var frekar þjófóttur og þá oftast í hefndarskyni. Einu sinni var honum í nöp við kaupmanninn og datt honum í hug að fækka um eina tunnu af kjötinu. Hann velti tunnunni í mógrafir en áður en hann lét hana falla sló hann botninn úr henni og tók úr henni tvö lambastykki. Þetta lét hann í poka og hafði meðferðis til konu sem hafði gert honum einhvern greiða. Þetta fékk hann henni. Annað sinn var hann í haldi hjá hreppstjóranum og slapp hann þaðan út. Þá hljóp hann að Laxá en hún var í vexti. Hljóp hann að gljúfri og stökk þar yfir. Þetta er hrikalegt gljúfur sem enginn myndi stökkva yfir ótilneyddur. Mennirnir fóru ekki á eftir honum en hann stóð á bakkanum hinum megin og leysti niður um sig og skeit þar hinum til háðungar.


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 89/1767 EF
BE 68/3
Ekki skráð
Sagnir
Viðurnefni, utangarðsmenn, verslun og sakamál
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Karl Árnason
Hallfreður Örn Eiríksson og Árni Björnsson
Ekki skráð
26.06.1968
Hljóðrit Hallfreðar Arnar Eiríkssonar
Engar athugasemdir

Uppfært 27.02.2017