SÁM 90/2236 EF

,

Fullt af galdramönnum í Arnarfirði, Galdra-Ásgrímur bjó á Hjallkárseyri. Benedikt Gabríel lærði hjá honum sínar kúnstir. Galdra-Ásgrími var illa við alla. Enginn fékk góðgerðir þar nema hann gæti sagt frá einhverju misjöfnu sem kom fyrir einhvern annan. Hann gladdist aldrei nema þegar hann frétti af því að einhverjum öðrum hefði gengið illa. Það var talið að Benedikt hefði valdið dauða manns í sjó, einnig að hann hefði verið valdur að dauða Ólafs, sonar Jóns prests á Hrafnseyri, bróður Sigurðar, föður Jóns forseta, Ólafur var á móti því að Benedikt ætti Helgu systur hans sem Benedikt giftist svo seinna. Hann átti líka að hafa orðið syni Guðrúnar skáldkonu að bana. Aðspurð neitaði Guðrún að hefna þessa með ákvæðaskáldskap en þá neitaði hún því hún ætti fyrir sálu að sjá. Einnig var skip sem fórst inni í Bíldudal sem Benedikt hafði komið við á. 


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 90/2236 EF
E 70/20
Ekki skráð
Sagnir
Slysfarir og galdramenn
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Jón G. Jónsson
Hallfreður Örn Eiríksson
Ekki skráð
13.03.1970
Hljóðrit Hallfreðar Arnar Eiríkssonar
Engar athugasemdir

Uppfært 27.02.2017