SÁM 89/1793 EF

,

Maður einn var að taka gröf í kirkjugarði og með honum var lítill drengur. Hann var að fylgjast með manninum taka gröfina og það kom ein tönn upp úr gröfinni. Hana tók drengurinn og stakk henni í vasa sinn. Um nóttina dreymir hann mann sem að kemur á gluggann og sýnir honum munninn og það að það vanti eina tönnina. Drengurinn varð hræddur og vildi ekki fara aftur út í kirkjugarð. Þegar hann sat við hlóðirnar um kvöldið heyrðist honum einhver vera við gluggann. Sá hann þar aftur sama andlitið. Daginn eftir henti hann tönninni inn í kirkjugarðinn. Nóttina eftir dreymir hann sama manninn sem segir við hann að loksins sé hann búinn að finna tönnina.


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 89/1793 EF
E 68/10
Ekki skráð
Sagnir
Afturgöngur og svipir og bein
MI E410, tmi c1101, at 366 og mi e235
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
María Finnbjörnsdóttir
Hallfreður Örn Eiríksson
Ekki skráð
15.01.1968
Hljóðrit Hallfreðar Arnar Eiríkssonar
Engar athugasemdir

Uppfært 27.02.2017