SÁM 93/3677 EF

,

Valgarður minnist á Katanesdýrið sem hann segir vera eintóma þjóðsögu og segist ekki hafa nokkra trú á slíku, segist ekki trúa á það né drauga. En segist ekkert hafa neitt á móti því að til séu yfirnátturlegir kraftar eða öfl. Spyrill minnist á Hallgrímsstein (Hallgrímur Pétursson) og Valgarður segist ekki hafa heyrt mikið um kraftaverk tengd þeim stein nema að Hallgrímur hafi samið mikið af sálmum sínum við steininn. Valgarður heyrði þegar hann var strákur að Tyrkja-Gudda hafði gengið af trúnni vegna mótlætis og vegna þess að hennar fyrirbænir hafi ekki virkað. En hún var prestkona og þegar eiginmaður hennar, Hallgrímur Pétursson, messaði fór hún með prjónana sína upp á háls og sat þar undir litlum hól sem er uppi á hálsinum, fyrir ofan svonefnda Fannahlíð og þar prjónaði hún á meðan eiginmaðurinn messaði. Þessi hóll heitir Prjónastrákur. Hallgrímslindin, lækningamáttur, vígt vatn, fólk hefur haft trú á henni en ekki fólkið í sveitinni. Mest um ferðamenn og aðra sem koma og svala þorsta sínum í von um betri heilsu.


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 93/3677 EF
ÁÓG 78/3
Ekki skráð
Sagnir
Örnefni, prestar, skáld og vatnaskrímsli
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Valgarður L. Jónsson
Ágúst Ólafur Georgsson
Ekki skráð
04.07.1978
Hljóðrit Ágústs Ó. Georgssonar
Engar athugasemdir

Rósa Þorsteinsdóttir uppfærði 16.04.2018