SÁM 90/2246 EF

,

Var eitt sinn stödd úti í Akureyjum, ung stúlka, ekki orðin tvítug. Þetta var rétt fyrir hvítasunnu og hart þetta vor. Guðmundur nokkur átti heima einhvers staðar úti í Eyrarsveit. Hann fór inn í Stykkishólm með son sinn að ná í fóðurbæti fyrir skepnur. Hann fórst á leiðinni. Strákurinn hans var tólf ára, hét Hinrik. Heimildarmaður sá aldrei Guðmund og þekkti hann ekki. En hún var að vaka yfir sjónum eins og vant var. Það var kallað Stallar, þar sér hún mann koma upp úr sjónum. Hann stefnir beint að henni, henni er illa við þetta og kallar upp í loftið, þá hverfur þetta. Hana dreymdi svo Guðmund daginn eftir, hann kemur til hennar í íslenskum vaðmálsfötum, ofnum í vefstól eins og tíðkaðist þá. Hún lýsti manninum fyrir fólkinu og það kannaðist við hann sem Guðmund. Henni fannst þetta afskaplega einkennilegt að hana skyldi dreyma manninn. Hann sagði að hún ætti að finna sig. Unglingarnir voru látnir sækja krækling á daginn þegar stórstreymt var. Þau fara svo á pramma upp á Hlíð, á tanga þar að rífa krækling. Þegar þau eru að róa hjá Standhólma sem er hjá Akureyjum rekur hún árina sína í fót á þessum manni. Hún hafði aldrei séð hann fyrr. Svo reru þau upp á land að sækja menn. En drengurinn fannst aldrei. Hana dreymdi hann líka, hann sagði að hann lægi undir þungum koll og að bátnum hefði hvolft. Bátinn rak svo hjá eyjunum


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 90/2246 EF
E 67/3
Ekki skráð
Reynslusagnir
Draumar, afturgöngur og svipir og nýlátnir menn
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Guðrún Guðmundsdóttir
Hallfreður Örn Eiríksson
Ekki skráð
04.01.1967
Hljóðrit Hallfreðar Arnar Eiríkssonar
Engar athugasemdir

Uppfært 27.02.2017