SÁM 90/2131 EF

,

Huldufólk átti heima í Melrakkadal. Konu dreymdi eitt sinn að til hennar kæmi huldukona og bað hún um eldivið. Konan tók vel í það og sagði að hún mætti fá sér. Tengdafaðir heimildarmanns átti huldukonu fyrir draumkonu. Sú kona átti heima í borgum fyrir ofan Fífulág. Eitt sinn kom huldumaður og sótti mennska konu til að aðstoða huldukonu í barnsnauð. Séra Baldvin prestur hvarf oft á gamlárskvöld og var þá sagt að hann hefði farið að hitta huldufólk. Hann fermdi huldubörn um leið og hann fermdi þau mennsku því að hann var alltaf með autt rúm við altarið. Fólk sá ljós í steinum.


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 90/2131 EF
E 69/82
Ekki skráð
Sagnir
Huldufólksbyggðir, huldufólkstrú, ljósmæður hjá álfum, prestar, nauðleit álfa, draummenn og búskaparhættir huldufólks
MI F200, mi f210, mi f372.1, ml 5070, tmi m31, tmi k61, tmi m351 og ml 5055
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Unnur Sigurðardóttir
Hallfreður Örn Eiríksson
Ekki skráð
23.07.1969
Hljóðrit Hallfreðar Arnar Eiríkssonar
Gölluð upptaka

Uppfært 27.02.2017