SÁM 88/1535 EF

,

Sagan af Unu álfkonu: Bóndi einn var alltaf mjög ólánssamur með ráðskonur. Einu sinni kom til hans kona Una að nafni og bað um vinnu. Ekki vildi hún gefa honum upp neitt meira um sína hagi. Þegar kemur að jólum fara allir til kirkju nema Una og var allt í röð og reglu þegar fólkið kom heim. Næstu jól var allt við það sama en þriðju jólin er vinnumaður á bænum orðinn mjög forvitinn um það hvað Una geri af sér heima um jólin. Fer hann því af stað með fólkinu en þykist verða lasinn á leiðinni og þurfa að leggjast fyrir. Laumast hann síðan heim þegar fólkið heldur áfram til kirkjunnar. Sér hann að hún keppist við að þrífa og fer síðan út í skemmu. Tekur hún úr kistu sinni skrautleg klæði og klæðist þeim. Teppi tekur hún líka úr kistunni, sest á það og skipar því að fljúga. Kemst strákurinn á eitt hornið á því. Fljúga þau um tíma á því en koma síðan að sléttum völlum og þar tekur konungur og fleira fólk á móti henni. Er þetta huldufólk. Sá hann að Una myndi vera drottningin. Var slegið til mikillar veislu. Nær vinnumaður í eitt hangikjötsrif og fer Una síðan að tygja sig til heimferðar og kemst vinnumaðurinn með henni heim á sama hátt og áður. Þegar kirkjufólkið kemur heim er allt eins og vant var að vera síðustu tvenn jól. Morguninn eftir þegar farið var að borða jólamatinn dró vinnumaður upp hangikjötið sem að hann hafði náð að grípa. Sagði þá Una að vel hefði hann gert að taka þetta með, því að hún hefði verið í álögum en með því að taka hlut úr hulduheimum hefði hann leyst hana úr álögunum. Varð vinnumaðurinn gæfumaður.


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 88/1535 EF
E 67/50
Ekki skráð
Sagnir og ævintýri
Verðlaun huldufólks og samkomur huldufólks
MI F200, scotland: f106, at 306 og ml 3045
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Herdís Jónasdóttir
Hallfreður Örn Eiríksson
Ekki skráð
14.03.1967
Hljóðrit Hallfreðar Arnar Eiríkssonar
Engar athugasemdir

Uppfært 27.02.2017