SÁM 93/3779 EF

,

Sigurður heldur áfram að ræða um mannabeinin en faðir hans fór aldrei með beinin til Jóns vegna draumsins en þau voru geymd upp á lofti. Spyrill spyr hvort beinin séu þar enn en Sigurður heldur ekki. Spyrill spyr svo hvort Sigurður vissi hvað föður hans dreymdi en hann vissi það ekki. Sigurð dreymdi hinsvegar látna fólkið sem hann segir að hafi alltaf verið gott við sig og lýsir fatnaði fólksins en honum fannst þau falleg. Hann dreymdi fólkið ekki eftir að hann fór frá Þverá. Spyrill spyr hvers konar viðskipti hann hafði við fólkið í draumunum. Sigurður nefnir einn sérstakan draum þegar hann dreymir að hann eigi að fara á Eyrar og taka bein sem eru þar en hann fór eftir draumnum og fann beinin. Spyrill spyr hvort fólk á bænum hafi ekki fundist óhuggulegt að hann hafi verið að leika sér að mannabeinum og Sigurður játar að sumum hafi fundist það en hann var einn að leika sér með beinin. Spyrill spyr svo hvernig hann hafi leikið sér að beinunum og Sigurður svarar að hann hafi mest verið að koma þeim saman í mannslíki og fer svo að lýsa beinunum ásamt stærð þeirra.


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 93/3779 EF
FJ 75/44
Ekki skráð
Reynslusagnir og æviminningar
Draumar og bein
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Sigurður Stefánsson
Frosti Fífill Jóhannsson
Ekki skráð
10.09.1975
Hljóðrit Frosta F. Jóhannssonar
Engar athugasemdir

Rósa Þorsteinsdóttir uppfærði 13.12.2018