SÁM 89/1915 EF

,

Draumur fyrir mæðiveiki. Heimildarmann dreymdi að til hans kæmi viðkunnuglegur og elskulegur maður að sunnan. Hann var að koma til að deyða fólk og var búinn að deyða alla fyrir sunnan heimildarmann. Hann tók heimildarmann, lagði hann á bekk og stakk hann á háls. Heimildarmann kenndi ekkert til en spurði af hverju hann dæi ekki strax. Svaraði hann því að hann myndi deyja bráðum og sagðist hann vera að fara að Melstað. Hann spurði um nafn hans og hinn svaraði því en mundi ekki nafnið þegar hann vaknaði. Stuttu seinna kom upp mæðuveiki í Borgarfirði og kom hún á bæ heimildarmanns. Nokkru síðar dreymdi heimildarmann að faðir heimildarmanns og blindur nágranni hans væru staddir í fjárhúsunum. Féið raðaði sér með veggnum og leiddi faðir heimildarmanns þann blinda fyrir aftan kindurnar og lagði hann hendina á hverja kind. Hjá þessum kindum byrjaði mæðuveikin. Níels Dungal kom seinna til heimildarmanns og hafði frétt að þessi veiki hefði komið á mjög einkennilegan hátt að þessum bæ. Heimildarmaður keypti nokkrar ær á uppboði en þær kindur höfðu verið mikið á heiði saman með öðrum kindum að norðan. Veikin byrjaði á heimilinu sem að heimildarmaður keypti ærnar frá.


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 89/1915 EF
E 68/86
Ekki skráð
Sagnir
Draumar , fylgjur , húsdýr , fyrirboðar og veikindi og sjúkdómar
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Björn Guðmundsson
Hallfreður Örn Eiríksson
Ekki skráð
19.06.1968
Hljóðrit Hallfreðar Arnar Eiríkssonar
Engar athugasemdir

Uppfært 27.02.2017