SÁM 94/3846 EF

,

Pabbi minn, hann var fæddur hérna en mamma mín var fædd í Vopnafirði, heitir það það ekki? Og hún var fjögra ára gömul þegar hún kom hingað. sp. En fólk föður þíns, hvaðan kom það af Íslandi? sv. Villingadal í Eyjafirði. sp. Og það hefur fengist við landbúnað þar þá, eða? sv. Já. sp. Kom eitthvað fleira af ættingjum þínum? sv. Það var amma, amma mín (hún: on your dad’s side) ó, af, .... afi, afi minn. sp. Eitthvað af systkinum móður þinnar td.? sv. Þau voru nú öll fædd hérna, .... (hún, I know more about this than you do, elskan) já, (hún: when they came over, then uncle John was older than mam, when he came and...) sp. Og þú hefur alltaf talað íslensku heima hjá þér? sv. Já, alltaf. sp. Og hvernig lærðir þú þá ensku? sv. Þegar ég fyrst fór á skóla. Ég talaði íslensku alltaf. Ég var rétt byrjaður að tala ensku áður en ég fór, áður en ég byrjaði á skóla. sp. Fæddist þú hér þá, við götuna? sv. Já, ég er fæddur þar. sp. En hélstu áfram að tala íslensku heima eftir að þú fórst að tala íslensku? sv. Já, við brúkum alltaf... mestaf til var brúkað íslenskan heima. sp. Lærðir þú að lesa og skrifa á íslensku? sv. Já. sp. Hjá hverjum? sv. Eh, hjá foreldrum og, og ömmu mína. Ég fór alltaf, sjáðu, ég kom alltaf til hennar og las. sp. Var hún með bækur þá? sv. Já. sp. Manstu hvaða bækur þetta voru? sv. haha, það var kverið og það var alltaf lesið, alltaf og hún hafði einhvurjar bækur. Ég bara man ekki hvað það var. sp. Hún hefur ekki verið með Íslendingasögur? sv. Jú það var það. sp. Lærðir þú að lesa á þær kannski? sv. Já, já, við vorum að lesa þessar litlu sögur semað, það var, við vorujm að lesa það.... sp. En þú segist ekki lesa mikið af íslensku núna en hefurðu gert það eitthvað áður þá? sv. Voða lítið. sp. En hvar hefurðu talað íslensku helst þá? Hefurðu talað við vini þína? sv. Ojá, ég tala einsog íslensku við vin minn, okkar, og ég brúkaði íslenskuna svo mikið þegar ég var í versluninni, sjáðu, þarna fyrst, fyrsta árið, það var flest Íslendingar sem komu, komu í búðina, sjáðu. sp. Hvaða búð var það? sv. Það var sem er kallað Tip Top núna, það var verslunarbúð þar. Við höfðum kjetmarkað og allar vörur og svoleiðis. It’s called, núna er það kallað Tip Top..... sp. Hvenær byrjaðir þú með það? sv. Það er núna.


Sækja hljóðskrá

SÁM 94/3846 EF
GS 82/3
Ekki skráð
Lýsingar
Vesturfarar, æviatriði og tungumál
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Björn Árnason
Gísli Sigurðsson
Ekki skráð
03.06.1982
Hljóðrit Gísla Sigurðssonar
Engar athugasemdir

Rósa Þorsteinsdóttir uppfærði 4.03.2019