SÁM 90/2248 EF
Talað var um að eitthvað væri óhreint í Njarðvíkurskriðunum. Settur upp kross í skriðunum sem er enn þar. Honum hefur alltaf verið haldið við síðan hann var settur þar, hafi hann orðið ónýtur hefur hann verið endurnýjaður. Síðast þegar skriðurnar voru ruddar var hann færður aðeins neðar og steypt stétt undir hann. Það var mikill trúnaður á þessu. Menn lögðu trúnað á að það hefði verið einhver draugur þarna. Eitthvað óhreint. Til dæmis fór Ari sýslumaður í Norður-Múlasýslu oft skriðurnar, t.d. á sumrin þegar hann var að þinga. Hann var sá eini sem heimildarmaður hefur heyrt um að færi alltaf af baki í skriðunum. Heimildarmaður telur að Ari hafi jafnvel beðist fyrir þar eða farið með Faðirvorið. Talað var um að þetta ætti að gera eða að það hefði í það minnsta ekki slæm áhrif að fara með eitthvað gott
SÁM 90/2248 EF | |
E 67/5 | |
Ekki skráð | |
Sagnir | |
Reimleikar og krossmörk | |
Ekki skráð | |
Ekki skráð | |
Ekki skráð | |
Ekki skráð | |
Björgvin Guðnason | |
Hallfreður Örn Eiríksson | |
Ekki skráð | |
06.01.1967 | |
Hljóðrit Hallfreðar Arnar Eiríkssonar | |
Engar athugasemdir |
Uppfært 27.02.2017