SÁM 89/2057 EF

,

Vatnsenda-Rósa bjó lengi á Vatnsenda í Vesturhópi. Hún var þjóðskáld. Hún var greind og myndarleg. Móðir heimildarmanns mundi vel eftir henni. Eitt haustið var kaupafólk að flytja sig en Rósa var í kaupavinnu. Hún var þar á ferð og veiktist hún um nóttina. Maður hennar var drykkjumaður og ætlaði hann að ná þeim að Núpi. Fólkið hélt áfram en hún varð svo veik að hún dó. Hún átti son með Natan sem að hún skírði Rósant. Hún hafði ort vísu til Natans; Seinna nafnið sonar þíns. Nóttina sem að hún dó dreymdi Rósant móður sína. Hún kom til hans og kvað; Á hausti fölnar rósin rauð. Rósa var eftirsótt af karlmönnum og var hún sjálf ástleitin. Hún réðist til sýslumannsins og taldi hún sig vera kærustu hans. Hann fór í ferðalag og kom giftur heim. Þegar hún kom með morgunkaffið til brúðhjónanna sagði sýslumaður að einu sinni hefði henni verið ætluð þessi hola. Maður hennar hét Ólafur. Einu sinni var hún að fara á bak og ætlaði unglingspiltur að aðstoða hana á bak. Henni fannst honum ekki farnast það vel úr hendi; Það sést á að þú ert. Síðari maður hennar var Gísli. Hann var drykkjumaður mikill.


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 89/2057 EF
E 69/31
Ekki skráð
Sagnir og lausavísur
Draumar, viðurnefni, skáld, mannanöfn, yfirvöld og ástir
Ekki skráð
Ekki skráð
Mælt fram
Ekki skráð
Jón Eiríksson
Hallfreður Örn Eiríksson
Ekki skráð
02.05.1969
Hljóðrit Hallfreðar Arnar Eiríkssonar
Engar athugasemdir

Uppfært 27.02.2017