SÁM 94/3859 EF

,

Geturðu sagt mér svoldið frá heimilisverkunum hjá þér? sv. Æ, ég veit það nú ekki. Það var nú ekki neitt, ég segi, ef ég segi alveg eins og er, þá höfðum við reglulega gott heimili og hann var smiður, og hann bætti alltaf við, svoleiðis að og við reyndum að, við höfðum ekki mikið því hann var aðallega fiskimaður þó hann væri ágætur smiður þá hafði hann allt, var fiskimaður og fór útá vatn á hvurjum vetri og ég var þá ein náttlega með krakkana, það var dáltið erfitt. sp. Reyndirðu að búa til föt eitthvað? sv. Ójá, maður mátti til að reyna að basla við það. Ég prjónaði nú aldrei voðalega mikið samt, ekki svo, en ég gat saumað og maður gat, maður hafði það alltaf svona þolanlega vel. sp. Hvað saumaðirðu á þá? sv. Ó, ég saumaði skyrtur. Ég skal segja þér úr hverju ég saumaði skyrturnar, hveitipokum. Þegar ég var búin að brúka hveitið úr pokunum þá voru þeir alltaf þvegnir og letaðir kannski. Þetta var ljómandi fallegt. Sumir voru bláir og sumir voru rauðir og ég saumaði skyrtur á strákana úr hveitipokunum. Það var ágætt. sp. En bjóstu til vetrarföt einhver? sv. Ég bjó til þó nokkuð mikið, já ég vara, ég helda ég, reynt allt þvía maður mátti til þvía maður var nú einn með hóp af krökkum. Þá er maður nú að reyna að gera allt, bakaði brauðið og maður þurfti að gera allt – og bjó til slátur! Uppá íslensku. Þú mátt segja þeim það. Ég bjó oft slátur. sp. Hvernig klæddirðu krakkana á veturna þá? sv. Það var nú það erfiðasta. Þau höfðu aldrei reglulega vetrar- ekki neitt líkt því semer núna. Maður vara búa til þessar treyjur á þessa aumingja og þetta var, ég man aldrei eftir að nein af krökkunum eignuðust til að mynda þessi kóts sema maður kallar nú núna – fyrr ena Valdi var orðinn tólf ára, þá gaf mamma honum voða fallegt kót og það var nú meiri dýrðin. Nei, það, ég saumaði og ég saumaði uppúr alldrahandana, á þau greyin. Ég skal segja þér hvað ég gerði og það hlær nú að því þegar ég er að segja frá því en ég ætla nú að gera það samt, að ég, hveitipokana að maður hafði, bjó til allt sitt..... sjáðu, og þetta var ágætis léreft í hveitipokunum og ég letaði það og ég fékk skyrtur á strákana úr því, margar skyrtur. sp. Var þetta þá orðið allt öðru vísi en fötin sem þú hafðir þegara þú varst að fara á skólann sjálf? sv. Ja, blessaður vertu, það var nú skrýtið að, það var allt heimatilbúið, allt hreint heimatilbúið. Það var ekki verið að hlaupa í Eatons Catalog þá. Það var bara heimatilbúin föt sema, og það var svo að ég er oft að hugsa um það núna í seinni tíð, hvað krakkar höfðu nú léleg útbúnað í grimmdarhörkukulda að ganga tvær og hálf mílu á skóla; þessi grey, þau höfðu ekki þessi parkers? eins og eru höfð núna. Barasta treyjur sema heimatilbúið. Það, maður, ég er oft að hugsa um það núna hvurnig þessi krakkagrey, aldrei man ég eftir að við kó, urðum ka, kalin eða svoleiðis. Þetta var tvær og hálf mílur sem við gengum eða þau gengu á skólann og suður á Kjarnarskólann ellegar norður að Gimli. Það var hérumbil jafnt norður að Gimliskólanum en þau fóru suður á Kjarnaskólann þegar ég. sp. Hvernig var í skólanum, var sæmilega hlýtt þar? sv. Það var ósköp lítið loggahús fyrst þegara við fórum nú á skólann. Þá var það lítið loggahús svo það var brúkað fyrir kirkju og skóla – eða þegara prestur kom einhvern tíma í kring svona, þá var haldin messa þar í, og þetta er þarsema hraðbrautin er núna þarsema gamli skólinn okkar var fyrst. sp. Hvernig var með skó? sv. Það gekk á þessum íslensku bara heimatilbúnum skóm, mikið, mikið partinn, það var alltaf búið til úr skinni bara, skinni af skepnum og þessir skinnskór. Það fór nú samt, ég held að strákarnir hafi fengið einhverja robber, einhverja yfirskó en mínir krakkar náttlega, ég er nú ekki að tala um þau, við gengum á skinnskónum en ekki krakkarnir mínir til að mynda. Það hafði allt saman keypta skó þá en ég er nú að tala um þegar ég var tilamynda á skólanum sema ég, þegar við gengum þetta, tvær og hálf míla þarna suður á Kjarnarskólann. Og þetta var lítið loggahús og það var brúkað fyrir kirkju efa kom prestur í kring. Einstaka tíma komu prestar og það var messað í þessu og það var allt, það var eina samkomuhúsið sem var hægt að hafa. En það var skólahús samtíma, Kjarnarskólinn. sp. Varstu fermd þar kannski? sv. Nei, ég var fermd á Gimli, ég var fermd á Gimli. sp. Hvað lærðirðu fyrir ferminguna? sv. Þaðva, kver og við lærðum, það voru prestar sema voru, ég held að það hafi hérumbil aldrei verið prestlaust á Gimli en við þurfum að ganga sjáðu langt, tvær og hálf mílur tilsað fara til spurninga. Og ég fermdist á Gimli í gömlu loggakirkju. Fyrstu kirkjunni sem var byggð á Gimli. sp. Það hefur allt verið á íslensku? sv. Allt á íslensku, jájá. En það var, skólarnir var kennt, það var kennt á ensku, það var kennt á ensku sjáðu í skólunum en ekki við ferminguna eða kirkju, það var allt á íslensku fram eftir öllu.


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 94/3859 EF
GS 82/9
Ekki skráð
Lýsingar
Fatnaður og fatasaumur
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Rúna Árnason
Gísli Sigurðsson
Ekki skráð
05.06.1982
Hljóðrit Gísla Sigurðssonar
Engar athugasemdir

Rósa Þorsteinsdóttir uppfærði 22.03.2019