SÁM 85/269 EF

,

Heimildarmaður segir frá nokkrum mönnum í sveitinni. Stefán Helgason og Jóhann beri voru flakkarar. Jóhann var alltaf í tættum fötum og af því fékk hann sitt viðurnefni. Stefán flakkaði einkum um Miðfjörðinn. Sagt var að hann hefði borðað hvað sem var. Eitt sinn ætlaði hann til að mynda að sjóða hundshræ í keitu við Kornsá. Sá sýslumaður til hans og stoppaði hann af og bað hann að hætta þessu. Fannst Stefáni synd að sóa svona góðum mat.


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 85/269 EF
E 65/6
Ekki skráð
Sagnir
Viðurnefni og utangarðsmenn
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Steinn Ásmundsson
Hallfreður Örn Eiríksson
Ekki skráð
26.06.1965
Hljóðrit Hallfreðar Arnar Eiríkssonar
Engar athugasemdir

Uppfært 27.02.2017