SÁM 94/3877 EF

,

Hvernig er þetta svo eftir að þið farið að búa hér, geturðu sagt mér svoldið frá störfunum, á veturna t.d.? sv. Ja, minn búskapur var að mjólka kýr og moka skít á vetrin. sp. Varstu með margar kýr? sv. Eh, sextán, -ég var alltaf einn við það. Ja, eftir að ég hafði það margar kýr. Þegar þær voru færri þá lét ég konuna gera það. Mjólka kýrnar á meðan ég var úti á akri. sp. Svo fenguð þið vélar? sv. Mjólkurvélar, já, ég hafði mjólkurvélar. Neinei, ég mjólkaði aldrei sextán kýr með höndunum. sp. Hvenær koma þær? sv. Ó, þær komu til löngu áður en ég byrjaði búskap. sp. Já, en hvenær var þetta komið svona á hvern bæ? sv. Ég fékk ekki mjólkurvél fyrr en fimmtíu, sextíu og eitthvað. sp. Hvernig var þá útbúnaðurinn sem var með vélunum? Til að geyma mjólkina og -? sv. Ó, við aðskildum mjólkina og seldum rjóma. sp. Selduð þið ekki hreina mjólk? sv. Nei, það var ekki komið til sögunnar, hér, að það væri hægt að selja hreina mjólk, á meðan ég var við búskap. Ef það var, það var komið til sögunnar, jú, þerég hætti en ég áleit að ég yrð ekki það mikið lengur við það að það svaraði kostnaði að breyta. sp. Hvar fengu menn þá mjólk, t.d. í Árborg? sv. Það, o, það voru, þegar ég var krakki þá voru, bara bændu sem lifu rétt í þorpinu, mjólkuðu tvær eða þrjár kýr og seldu þorpurunum, mjólk. sp. Gerðuð þið úr mjólkinni eitthvað hér heima þá? sv. For í svínin, undanrenningurinn fór í svínin. sp. Þið hafið ekki búið til ost eða? sv. Skyr stundum. sp. Hvernig gerðuð þið það? Varst þú við það kannski meira? ((Hún)) sv. Já, ég er hræddur um það. ((Hún, bara flóaða mjólkina...........)). sp. En með kjötvarning og svoleiðis sem þið hafið slátrað hér heima? sv. Ó, áður en rafvirkjun kom var erfitt að geyma kjet hér úti, það varð að salta það á sumrin, það var að salta það því það geymdist ekki lengi. sp. Hvernig var með reykt kjöt? sv. Já, það var alltaf líka. sp. Gerðuð þið það sjálf eða? sv................................... sp. Bjugguð þið til úr kjötinu, slátur og? sv. Jájájájá, :........ Mér þykir slátur svo gott að ég held að ég verði að reyna að læra að búa það til sjálfur. sp. Búa þeir það ekki til í kjötbúðinni í Árborg? sv. Neinei. sp. En það er búið til samt, skyr og? sv. Það er búið til skyr í Selkirk. sp. Kaupið þið það? sv. Kemur fyrir. sp. Þið eruð hætt að búa það til sjálf? sv. Lóa gerir það einstaka sinnum, eða gerði...... og það er ósköp lítill munur þarna. ......


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 94/3877 EF
GS 82/15
Ekki skráð
Lýsingar
Matreiðsla
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Brandur Finnsson
Gísli Sigurðsson
Ekki skráð
20.06.1982
Hljóðrit Gísla Sigurðssonar
Engar athugasemdir

Rósa Þorsteinsdóttir uppfærði 30.04.2019