SÁM 90/2126 EF

,

Draumar móður heimildarmanns. Hún ætlaði eitt sinn að fara að skíra son sinn og hafði maður vitjað nafns hjá henni sem að hét Jón en hún átti Jón fyrir og ætlaði hún ekki að láta þetta barn heita það sama. Rétt áður en presturinn kom syfjaði hana svo mikið að hún gat ekki staðið. Um leið og hún lagðist út af fannst henni Jón koma og spurði hann hana hvort að hún ætlaði virkilega ekki að gera eins og hún var beðin um. Hún lét því verða af því að skíra barnið Jón. Eitt sinn háttaði hún og henni fannst hún vera vakandi í rúminu. Þá fannst henni eins og einhver kæmi að henni og ætlaði að gera eitthvað við hana. Hún sagði verunni að láta sig í friði og fara frekar upp að Felli og hamast þar á húsum. Veran fór en kom aftur og endurtók hún þá sömu orðin. Aftur kom veran og þetta endurtók sig. Næsta dag kom maður frá Felli og þar hafði ekki verið svefnfriður því að það var alltaf verið að hamast á bæjarþakinu. Henni hafði verið sagt þegar hún var unglingur að það fylgdi draugur ættinni.


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 90/2126 EF
E 69/77
Ekki skráð
Sagnir
Draumar, ættarfylgjur, aðsóknir og mannanöfn
TMI B201
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Hallbera Þórðardóttir
Hallfreður Örn Eiríksson
Ekki skráð
01.07.1969
Hljóðrit Hallfreðar Arnar Eiríkssonar
Engar athugasemdir

Uppfært 27.02.2017