SÁM 86/889B EF

,

Hjálmar var eitt sinn í kaupstaðarferð og heyrðist honum hann heyra fótatak í myrkrinu. Finnst honum eins og maðurinn sé í skinnsokkum sem séu fullir af vatni. Hann heyrir fótatakið glögglega og kallar Hjálmar út í myrkrið en fær ekkert svar. Þegar hann kemur heim segir kona hans honum að hana hafi dreymt skrýtinn draum. Segist hún hafa dreymt mann sem hún þekki vel. Hafi hann komið á gluggann og sagt sér að Hjálmar myndi ekki koma heim fyrr en um nóttina. Segist maðurinn hafa orðið Hjálmari samferða um stund. Þessi maður hafði drukknað á bát á Skjálfandaflóa fyrir nokkrum árum.


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 86/889B EF
E 67/21
Ekki skráð
Sagnir
Draumar, afturgöngur og svipir, ferðalög, slysfarir, heyrnir og nýlátnir menn
TMI B201
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Þórður Stefánsson
Hallfreður Örn Eiríksson
Ekki skráð
20.01.1967
Hljóðrit Hallfreðar Arnar Eiríkssonar
Engar athugasemdir

Uppfært 27.02.2017