SÁM 89/1838 EF

,

Sagt frá Katrínu ríku á Stórólfshvoli. Hún var talin harðlynd kona. Einu sinni dreymdi hana fyrir því að kirkjan myndi brenna. Hún sagði hjúum sínum og öðru heimilisfólki að bera allar eigur sínar og annað út í kirkjuna því að bærinn myndi brenna. En það kom fyrir að bærinn brann og rann silfrið í bænum niður brekkuna. Einhver hljóp yfir það sem rann og markaðist spor þar í sem enn má sjá. Katrín iðraðist synda sinna eftir þetta og lét gera altaristöflu sem að hún gaf kirkjunni og er hún núna á safninu. Taflan sýnir mynd af Kristi og konu krjúpa en Katrín er fyrirmyndin að henni. Sýruker Katrínar ríku. Þar átti hún að geyma sýru og þar var oft vatn. Þegar sonur heimildarmanns var búinn að detta ofan í það þá lét heimildarmaður fylla upp í þau. Legsteinn er yfir manni og syni Katrínar og er það skrifað á latínu. Eitt sinn voru þeir notaðir til að ganga á úti í kirkjuna, voru í gangstéttinni en voru færðir.


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 89/1838 EF
E 68/37
Ekki skráð
Sagnir
Draumar, leiði, kirkjur, kirkjugarðar og ríkidæmi
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Oddný Guðmundsdóttir
Hallfreður Örn Eiríksson
Ekki skráð
04.03.1968
Hljóðrit Hallfreðar Arnar Eiríkssonar
Engar athugasemdir

Rósa Þorsteinsdóttir uppfærði 2.01.2020