SÁM 86/826 EF

,

Draumur Þórunnar Gísladóttur ljósmóður. Hún var móðir heimildarmanns. Þórunn var grasalæknir góður og var ljósmóðir í 30 ár. Einn morgun þegar Þórunn ætlaði að klæða sig til að fara í fjósið fann hún hvergi annan skóinn sinn. Hún sagði ömmu sinni frá því að sig hafði dreymt um nóttina að maður kæmi til sín sem bað hana að hjálpa konu sinni í barnsnauð. Maðurinn leiddi hana út og að klett, hann sagði henni að taka af sér annan skóinn og skilja eftir fyrir utan svo hún kæmist heim. Hún gerði það og fór síðan höndum um huldukonuna, tók á móti barninu. Huldumaðurinn fylgdi henni heim, en Þórunn gleymdi skónum sínum og var skórinn var á þeim stað þegar farið var að leita að honum. Huldumaðurinn sagðist ekki getað borgað henni, en henni myndi ganga vel í ljósmóðurstörfum.


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 86/826 EF
E 66/68
Ekki skráð
Sagnir
Huldufólk, huldufólksbyggðir, draumar, ljósmæður hjá álfum, ljósmæður og nauðleit álfa
MI F200, mi f210, mi f372.1, ml 5070, tmi m31, tmi k61 og tmi m351
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Geirlaug Filippusdóttir
Hallfreður Örn Eiríksson
Ekki skráð
04.11.1966
Hljóðrit Hallfreðar Arnar Eiríkssonar
Engar athugasemdir

Uppfært 27.02.2017