SÁM 90/2154 EF

,

Ættmenni heimildarmanns og sagnir af forföður hans, Digra-Jóni. Heimildarmaður byrjar á því að rekja ættir sínar. Digri-Jón skreið eftir botninum á ánum til að komast yfir. Hann var mikill hagyrðingur og hann orti þetta um sjálfan sig; Girndin þjónar geðs í tröðum. Stefán bjó á næsta bæ við Jón og á milli þeirra var Núpá og kölluðust þeir oft á yfir ána. Eitt sinn ætlaði Stefán í kaupstað og bað Jón hann þá um að kaupa fyrir sig brennivín á kút. Þegar hann kom til baka fór Jón yfir ána en hún var í vexti. Þeir supu á kútnum hjá Stefáni en þegar Jón ætlaði af fara yfir ána flaut kúturinn alltaf upp með Jón. Það gekk því erfiðlega að fara með kútinn yfir ána. Þegar verið var að varða leiðina frá Eyjafirði og suður komu menn að á sem þeir komust ekki yfir og var þá náð í Jón og hann beðinn um að fara yfir ána og ljúka verkinu. Hann gerði það.


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 90/2154 EF
E 69/99
Ekki skráð
Sagnir og lausavísur
Ár , afreksmenn , viðurnefni , ættarfylgjur , íþróttir og vegir
Ekki skráð
Ekki skráð
Mælt fram
Ekki skráð
Júlíus Jóhannesson
Hallfreður Örn Eiríksson
Ekki skráð
12.11.1969
Hljóðrit Hallfreðar Arnar Eiríkssonar
Engar athugasemdir

Uppfært 27.02.2017