SÁM 89/1836 EF

,

Móðir heimildarmanns fékk heilablæðingu og lá í 16 mánuði. Hún dó í desember og þegar kistan kom var hún heldur stór. Áður en móðirin dó minntist hún á að hún vildi vera vel klædd. Um nóttina dreymdi heimildarmann hana og sýndi henni að hún vildi ekki hafa höfuðið á þann hátt sem það hafði verið sett. Hún var síðan jörðuð um jólin nema að eftir nokkra mánuði dreymir heimildarmann móður sína aftur og segir henni að hún vilji ekki vera þarna. Heimildarmaður fór út í kirkjugarð og þar var allt á floti í hlákunni og komin hola niður að kistunni þannig að hún var öll orðin blaut.


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 89/1836 EF
E 68/36
Ekki skráð
Reynslusagnir
Draumar, fatnaður, líkkistur og greftranir
TMI C436
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Guðrún Magnúsdóttir
Hallfreður Örn Eiríksson
Ekki skráð
05.03.1968
Hljóðrit Hallfreðar Arnar Eiríkssonar
Engar athugasemdir

Uppfært 27.02.2017