SÁM 90/2294 EF

,

Faðir viðmælanda var prestur á Staðarhrauni. Þarna á Mýrunum var fláki þar sem sagt var að væri reimt. Venja var að fylgja prestunum þegar þeir voru að húsvitja. Presturinn kom einu sinni á bæinn sem var næstur við þennan flóa þar sem reimleikarnir voru. Þá var að koma fjúk og bóndinn ætlaði að fylgja honum en presturinn segir honum að setja frekar féð inn, hann muni komast einn. Þegar hann kemur út fyrir túnið sér hann hvar maður gengur við hliðina á honum. Þá hugsar hann sem svo að þetta sé einhver úr sveitinni sem vilji gera hann hræddan. Hann fer að kalla en það er ekki svarað. Hann segist ekki hræðast en hann muni reka broddstafinn í viðkomandi ef hann svari ekki. Svo hleypur hann til en það er alltaf jafnlangt bil á milli þeirra, þó hann hlaupi. Presturinn sér síðan á eftir manninum þar sem hann fer yfir ána á ís. Hann rekur broddstafinn í ísinn og þá fer stafurinn alveg á kaf því þetta var eitt kviksyndi, ísinn allur ónýtur. Presturinn gengur þá upp með ánni og fer yfir á sama stað og hann hafði farið um morguninn og hélt að hann væri laus við náungann, en hann var þarna enn og fylgdi honum alveg heim að bæ


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 90/2294 EF
E 70/41
Ekki skráð
Sagnir
Reimleikar og draugar
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Jóhanna Guðlaugsdóttir
Hallfreður Örn Eiríksson
Ekki skráð
12.05.1970
Hljóðrit Hallfreðar Arnar Eiríkssonar
Engar athugasemdir

Uppfært 27.02.2017