SÁM 86/855 EF

,

Konurnar á nágrannabæjunum fóru stundum saman til kirkju. Þetta var um vor. Ein konan kom svuntulaus því hún átti enga svuntu. Þegar þær koma upp á hæðina hjá hamrinum, sem talinn var vera huldufólksbyggð, sá mamma heimildarmanns glitta í eitthvað fallegt og tók það upp. Þetta var falleg silkisvunta og konan sem var svuntulaus notaði hana. Þegar þær koma heim aftur var konan búin að týna svuntunni. Um nóttina dreymir mömmu heimildarmanns huldukonu sem sagði að sér þótti vænt um að geta gert þetta fyrir hana því hún hefði gert svo margt fyrir sig.


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 86/855 EF
E 66/85
Ekki skráð
Sagnir
Huldufólk, huldufólksbyggðir, draumar, kirkjusókn, verðlaun huldufólks, nauðleit álfa og fatnaður
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Kristinn Ágúst Ásgrímsson
Hallfreður Örn Eiríksson
Ekki skráð
09.12.1966
Hljóðrit Hallfreðar Arnar Eiríkssonar
Engar athugasemdir

Uppfært 27.02.2017