SÁM 89/1825 EF

,

Frásögn af séra Vigfúsi, konu hans Málfríði og Galdra-Ólafi í Viðborðsseli. Málfríður þótti göldrótt en ekki Vigfús. Hún hafði þó aldrei gert neitt illt með sinni kunnáttu. Vigfús var prestur í Einholti og var Ólafi í nöp við prestinn og gerði honum ýmsar grillur. Einu sinni bauð Ólafur honum heim til sín. Málfríður elti Vigfús og þegar hún kom heim í hlað þá er Ólafur að rétta Vigfúsi flösku. Skoðar Málfríður flöskuna og sýpur á og skyrpir því út úr sér. Hundur kom þar að og sleikti það sem úr Málfríði kom og steindrapst. Eitt sinn þegar Vigfús var á ferðalagi þá sá fólk það að Málfríður sat uppi og var alltaf að tyggja gráan ullarflóka. Þegar hún hætti því sagði hún að núna væri honum Fúsa óhætt.


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 89/1825 EF
E 68/28
Ekki skráð
Sagnir
Prestar, galdramenn og galdrar
MI D1700 og mi d1711
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Jónína Benediktsdóttir
Hallfreður Örn Eiríksson
Ekki skráð
23.02.1968
Hljóðrit Hallfreðar Arnar Eiríkssonar
Engar athugasemdir

Uppfært 27.02.2017