SÁM 90/2150 EF

,

Vitrir hundar. Heimildarmaður hefur þekkt marga vitra hunda. Einn hundur þekkti kindurnar sundur og þegar verið var að smala til rúnings sleppti hann þeim kindum sem að búið var að taka af. Einu sinni vantaði bóndanum kind sem var með ómörkuðum lömbum. Hún var gengin úr ullinni og því taldi hann víst að það þýddi ekki að senda Flink. En hundurinn náði í kindina. Einu sinni var bóndinn í eftirleit með Flink og fundu þeir engar kindur og snéru því við. En þá var hundurinn ekki með þeim. Þegar þeir voru komnir nokkuð til baka var hundurinn þar með fjórar ær. Hann lá hjá þeim en lét þær alveg vera því að honum hafði ekki verið sagt að sækja þær. Stúlka ein átti hund sem að hún var með mikið dálæti á en hún veiktist og var flutt á spítala. Faðir hennar fór í kaupstaðinn en sá hvergi hundinn en mætti honum á leiðinni og þá hafði hundurinn farið á spítalann og inn að rúminu til stúlkunnar. En enginn vissi hvernig hann vissi hvar stúlkan var. Einn hundur virtist alveg skilja það þegar að húsbóndi hans dó. Hundurinn var harmþrunginn daginn sem að hann dó og hann vildi ekki koma inn eftir að maðurinn dó.


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 90/2150 EF
E 69/96
Ekki skráð
Sagnir
Húsdýr , búskaparhættir og heimilishald og göngur og réttir
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Herselía Sveinsdóttir
Hallfreður Örn Eiríksson
Ekki skráð
03.11.1969
Hljóðrit Hallfreðar Arnar Eiríkssonar
Engar athugasemdir

Uppfært 27.02.2017