SÁM 90/2233 EF

,

Sagt að margir menn hafi verið draumspakir. Magnús Kristjánsson og synir hans allir miklir aflamenn, sagt að Magnús hefði aldrei farið á sjó án þess að afla. Fór ekki á sjó þegar honum þóttu veður tvísýn, fór hins vegar af stað þegar veður var orðið svo slæmt að aðrir sneru við. Brást aldrei afli, hvorki á eigin skipi né seinna á skútu sem kölluð var Rúna. Eitt skipti fer Magnús að tala um að komið sé nóg á bátinn, þá er faðir heimildarmanns með í för. Þetta segir hann í stillulogni, Magnús sér að það er komin þarna stór skata, grípur hníf og sker á. Segir hinum að setjast strax undir árar. Aðrir menn missa báta og afla en ekki Magnús. Magnús fór aldei á sjó þannig að hann aflaði ekki, en hann fór stundum ekki á sjó á meðan aðrir réru, en þá brást ekki að menn komu til baka með lítinn afla og hraktir. Þá fór Magnús af stað ef orðið var fullhvasst og byrjað að rigna, á meðan sátu hinir í landi. Til er vísa um Rúnu, skútuna sem hét eftir Guðrúnu Þorsteinsdóttur, eftir Kristján Kristjánsson, bátasmið á Bíldudal, sem smíðaði skútuna: Flýtur nú Rúna fram á sæinn


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 90/2233 EF
E 70/18
Ekki skráð
Sagnir og lausavísur
Draumar, sjósókn og formenn
Ekki skráð
Ekki skráð
Mælt fram
Ekki skráð
Gísli Kristjánsson
Hallfreður Örn Eiríksson
Ekki skráð
10.03.1970
Hljóðrit Hallfreðar Arnar Eiríkssonar
Engar athugasemdir

Uppfært 27.02.2017