SÁM 90/2235 EF

,

Sýslumannshúsið á Bíldudal stóð skammt fyrir innan ána í þorpinu. Það var gert úr steini 1884 fyrir danskan sýslumann. Þórður hafði þar aðstöðu sína fyrir rörasteypuna. Alltaf var verið að tala um að rífa húsið til að rýma fyrir nýbyggingu. Þórður varaði menn við því að þeir sem fjarlægðu húsið myndu ekki komast heilir frá því verki. Það var byggt járnhús fyrir Þórð fyrir ofan íbúðarhús hans, því nú átti að rífa sýslumannshúsið. Dróst þó fram á árið 1958. Þá kom Ari sýslumaður og ákvað að fara af stað með ýtum til að ryðja burt húsinu. Fyrst átti að fjarlægja bita úr húsinu sem gerðir voru úr fínum rauðaviði. Smiðurinn sem fenginn var til verksins hjó í hendina á sér. Þá var húsinu í heild sinni rutt í sjó fram. Um haustið dettur Ari niður í garðinum sínum, fékk hjartaáfall og var veikur þar til hann dó. Þórður taldi þetta merki um að orð hans hefðu haft áhrif


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 90/2235 EF
E 70/20
Ekki skráð
Sagnir
Álög
MI M340
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Jón G. Jónsson
Hallfreður Örn Eiríksson
Ekki skráð
13.03.1970
Hljóðrit Hallfreðar Arnar Eiríkssonar
Engar athugasemdir

Uppfært 27.02.2017