SÁM 89/1820 EF

,

Skupla var vinnukona í Borgarhöfn í Suðursveit. Heimildarmaður segir hana vera orðna þróttlitla þegar hann fer að muna. Hún fór eitt sinn til fjalla með húsbónda sínum í skóg. Það var heitt í veðri og húsbóndinn lagði sig. Þá tók hún sig til og lagði saur sinn í lófa hans og ætlaði sér með þessi að gera honum grikk. Síðan tók hún puntsstrá og kitlaði hann þannig að hann fór að þurrka sér með hendinni og hann drap hana í reiði sinni. Hún gekk síðan aftur og fylgdi honum og hans ætt. Hún átti að fylgja í níunda lið. Heimildarmaður minnist ekki að hafa heyrt um að það ætti að koma henni fyrir.


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 89/1820 EF
E 68/25
Ekki skráð
Sagnir
Nafngreindir draugar, fylgjur, sagðar sögur, aðdrættir, húsakynni, búskaparhættir og heimilishald og draugatrú
MI E422
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Unnar Benediktsson
Hallfreður Örn Eiríksson
Ekki skráð
21.02.1968
Hljóðrit Hallfreðar Arnar Eiríkssonar
Engar athugasemdir

Uppfært 27.02.2017