SÁM 94/3856 EF

,

Þú varst kannski meira bundin líka, það hafa komið börn? sv. Já, það var það, jájá. ((Hann: Við höfðum börn á Gimlisskólanum. Við eignuðumst nú engin börn fyrir hvað, fyrstu þrjú, þrjú árin, þrjú og hálft árin eða hvað það var, en við höfðum börn af Gimlisskólanum, var það ekki, fyrir tuttugog þrjú ár?)) sp. Samfleytt? sv. Já. ((Hann: Og við áttum ekki nema fimm börn)). Sú elsta var, byrjuð á skóla þegarað sú næsta fæddist. Og svo var það aftur Ernst og Mæja voru byrjuð á skóla þerað Valdimar fæddist. sp. Hvernig, geturðu sagt mér svoldið frá þessum börnum meira? sv. Well, eh, við eigum fimm börn. sp. Þerþau voru hér, lítil? sv. Já, þaug, drengirnir unnu mikið við, við búskapinn, líka. Já. sp. En stelpurnar? sv. Þær hjálpuðu mér mikið. En þær voru aldrei neitt fyrir búskapinn. Hvurki Lorna né María, nei, en þær sannarlega hjálpuðu mér. sp. En hvernig voru heimilisstörfin, það hafa nú ekki verið þessar vélar mikið til dæmis? sv. Ha? sv. Það hefur ekki verið mikið af þessum vélum sem eru komnar núna? sv. Nei. Ekki, hahaha, já það svolítið öðruvísi. Jájá. Þetta var, erfitt. Maður var alveg upptekinn í þessum vinnum. Var alltaf við að halda, halda heimilinu við. sp. Hvernig var með þvotta til dæmis? sv. Það var, það var alltaf, ég hafði alltaf þvottavél. Það var, þær voru náttulega mismunandi góðar en fyrst var, eh, það var vél sema var bensínvél sema, áður en við fengum rafmagnið hingað, já. En ég man eftir að mamma átti þvottavélar semað, eh, það var skaft á því ((Hann: Handafl)). Já. En ég man líka eftir að, að brúka brettið hjá, hjá mömmu, já. sp. En hvernig var með föt oþh þerþú varst að útbúa krakkana í skólann á veturna? Þau hafa þurft að ganga innað?? Gimli? sv. Já, það var, marbjó til mikið af fötum á, á krakkana á þeim dögum. Já. En það sannarlega var ekki eins gott eins og fötin nú á dögum, nei. sp. Úr hverju bjóstu til? sv. Stundum var það úr gömlu, en- sp. Hvernig er með þessi strigaföt sem þeir virðast hafa notað hér á vatninu töluvert? sv. Ja, það var enginn sema stundaði, fiskerí hér, svoað, við vórum ekki með það. En ég man eftir að bræður mínir vóru með þessar hempur. sp. En áttu krakkarnir ekki eitthvað að fara í veturna, hlýrra svoldið? sv. Ójú, já. Það var nú, þær hafa líklegast verið keyptar, kápurnar þeirra, já. sp. Svo hefurðu eitthvað verið að prjóna líka? sv. Já, maður prjónaði náttulega þetta, öll plöggin og, já,- sp. Já, manni finnst þetta dáltið langt að ganga í kuldanum? sv. Já, við gengum. ((Hann: Þetta er ekkert hér, þetta er enginn spotti hér, svo)). Við gengum tvær og hálfa mílu frá okkur og þá var kalt. ((Hann: Já, það var allt opið, það var, það lá vegurinn.... um flóa)). Það var flói, já, og vindurinn náði, sog að manni. ((Hann: Þerhann var að norðvestan)). og á þeim dögum þá var ekki, stúlkur voru ekki farnar að brúka buxur af nefndu tagi og ég man eftir að manni var oft kalt, á lærunum. sp. Kom aldrei til tals að prófa buxurnar? sv. Ekki fyrr en seinna, þá náttulega notuðum við það alltaf þerað það kom, það var móðins, já, haha. sp. Manstu nokkuð hvenær það var? sv. Já, ég, ég var á skólanum, ætli ég hafi ekki verið í, kannski í fimmta bekk eða eitthvað svoleiðis, þerað við byrjuðum að brúka buxur. Ég man eftir að, ég meira segja var að sauma þetta sjálf og, já. sp. Úr hvaða efni var það? sv. Það var eins og, eh, einhvurs konar strigaefni.


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 94/3856 EF
GS 82/7
Ekki skráð
Lýsingar
Búskaparhættir og heimilishald og fatnaður
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Stefán Stefánsson og Olla Stefánsson
Gísli Sigurðsson
Ekki skráð
05.06.1982
Hljóðrit Gísla Sigurðssonar
Engar athugasemdir

Rósa Þorsteinsdóttir uppfærði 21.03.2019