SÁM 85/277 EF

,

Heimildarmaður átti einn hund sem að hét Hákur. Á undan hafði hann átt annan hund sem að kallaðist Auli og var honum illa við Hák þegar hann kom sem hvolpur. Hákur vildi vera með Aula en hann reyndi að bíta hann af sér að lokum urðu þeir þó hinir bestu vinir. Hákur var blendingur, brúnn og gulur, baldinn í tamningu og gelti framan í eiganda sinn í fyrstu. En þetta lagaðist allt. Heimildarmaðurinn kenndi honum að bera vettlingana sína. Einnig reyndi hann að bera hrífuna fyrir húsbónda sinn. Á bænum var unglingstúlka sem að lét Hák bera matinn á engjar. Ef eitthvað gleymdist á engjum þá fór Hákur og sótti það og það var ekkert vandamál. Eitt sinn er heimildarmaðurinn var að slá á engjum í þungbúnu veðri lagði hann frá sér orf og ljá og setti vettlingana undir ljáinn. Fer hann síðan heim og er hann hefur borðað er komið brakandi þurkur og þá vantar hann vettlingana. Er þá hundurinn sendur til að ná í vettlingana og kom með þá heim


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 85/277 EF
E 65/11
Ekki skráð
Lýsingar og æviminningar
Húsdýr
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Sveinn Bjarnason
Hallfreður Örn Eiríksson
Ekki skráð
06.07.1965
Hljóðrit Hallfreðar Arnar Eiríkssonar
Engar athugasemdir

Rósa Þorsteinsdóttir uppfærði 22.03.2018