SÁM 90/2331 EF

,

Á Tálknafirði komu Hollendingar hópum saman. Þeir stoppuðu stundum í nokkra daga og þvoðu þá föt sín og skip. Einnig verslaði fólk við þá. Til dæmis hafi myndast samband á milli heimamanna og skipverja á vissu skipi sem sköffuðu þeim brennivín. Þarna var einnig mikið af Fransmönnum og eins á Patreksfirði. Afi heimildarmanns taldi að stundum hefðu verið upp undir 100 skip Hollendinga og Fransmanna á Tálknafirði um miðja 19. öldina þegar hann var strákur. Afi heimildarmanns heyrði gamalt fólk segja frá því að Séra Páll Björnsson prófastur í Selárdal hafi haft alla sína verslun við Þjóðverja og Hollendinga á 18. öld. Verslunin fór þá fram í laumi úti á rúmsjó og vörurnar fluttar á milli skipa


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 90/2331 EF
E 70/67
Ekki skráð
Sagnir
Verslun, hollendingar og frakkar
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Jón G. Jónsson
Hallfreður Örn Eiríksson
Ekki skráð
05.10.1970
Hljóðrit Hallfreðar Arnar Eiríkssonar
Engar athugasemdir

Uppfært 27.02.2017