SÁM 86/871 EF

,

Snæfjallaheiði er á milli Snæfjallastrandar og Grunnuvíkur. Há en vel vörðuð heiði. Heimildarmaður heyrði það eitt sinn sagt að álög væru á heiðinni um að á henni ættu að farast 20 menn. Sá tuttugasti dó þegar hann var þarna á ferð. En seinna varð maður þarna úti á heiðinni þótt að tölunni hefði verið náð. Maður sem gengdi póstferðum yfir heiðina dreymdi oft illa og vildi hætta ferðunum og fékk hann Björn til að taka starfið að sér. Björn fór eitt sinn yfir heiðina ásamt Jóni og var þá vont veður. Vildu menn að þeir gistu en þeir tóku það ekki í mál. Á heiðinni var erfitt að rata og féll Björn ásamt hestinum fram af fjallinu. Jón hélt þá einn áfram og komst til byggða. Þegar farið var að endurtelja slysin á heiðinni kom í ljós að Björn var sá tuttugasti og hafði þá verið talið vitlaust. Talið var að gömul galdrakona hefði lagt þetta á Snæfjallaheiði.


Sækja hljóðskrá

SÁM 86/871 EF
E 66/95
Ekki skráð
Sagnir og lausavísur
Örnefni, fornmenn, draumar, álög, landpóstar, ferðalög, slysfarir, galdramenn og vegir
MI D1711
Ekki skráð
Mælt fram
Ekki skráð
Sveinbjörn Angantýsson
Hallfreður Örn Eiríksson
Ekki skráð
29.12.1966
Hljóðrit Hallfreðar Arnar Eiríkssonar
Engar athugasemdir

Uppfært 27.02.2017