SÁM 88/1639 EF

,

Saga um foreldra Rakelar Bessadóttur á Þverá. Klettur er fyrir neðan að nafni Bóndaklettur. Um háfjöru er þurrt fyrir framan hann. Heimildarmaður fór niður í fjöru ásamt fleirum og þeir senda steina í Bóndaklettinn. Þá kom Guðrún og skipaði þeim að hætta. Krakkarnir hennar höfðu gert þetta áður, en þá kom til hennar kona í draumi sem bað hana að láta krakkana sína hætta þessu. Heimildarmaður hafði kastað fimm steinum og seinna meir þegar hann var að reka kindur vantaði hann fimm ær. En þær fundust seinna.


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 88/1639 EF
E 67/139
Ekki skráð
Reynslusagnir
Huldufólksbyggðir, draumar, fráfærur og hjáseta, barnastörf og hefndir huldufólks
MI F200 og mi f210
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Valdimar Kristjánsson
Hallfreður Örn Eiríksson
Ekki skráð
13.06.1967
Hljóðrit Hallfreðar Arnar Eiríkssonar
Engar athugasemdir

Uppfært 27.02.2017